Fótbolti

Beckham gefur enn kost á sér í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Beckham í enska landsliðsbúningnum árið 2009.
Beckham í enska landsliðsbúningnum árið 2009. Nordic Photos / Getty Images
David Beckham segist reiðubúinn til að spila með enska landsliðinu á ný enda hefur hann aldrei formlega gefið út að hann væri hættur að gefa kost á sér.

„Ég myndi aldrei hafna tækifæri til að spila með landsliðinu. Ég er 38 ára gamall og líkurnar kannski ekki miklar. En það er aldrei að vita," sagði hann í viðtali við CNN.

Beckham á 115 landsleiki að baki en hefur ekki spilað síðan í október árið 2009. Enginn útileikmaður á fleiri landsleiki að baki í Englandi.

Hann er nú á mála hjá PSG í Frakklandi og þar á bæ er vilji til að semja við hann til loka næsta tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×