Í skoðun hvort skemmdarverkin verði kærð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2013 19:45 Myndband sem sýnir nokkra menn fremja skemmdarverk á Ingólfstorgi fer nú eins og eldur í sinu um netið. Mennirnir segjast vera hjólabrettamenn og eru ósáttir við yfirgang borgaryfirvalda gegn hjólabrettaköppum á staðnum. Aðkoma árrisula miðbæjarbúa var ekki glæsileg í morgun en á Ingólfstorgi blöstu við mölbrotnir stólar, borð og sólhllífar, auk þess sem annað lauslegt lá og víð og dreif um svæðið. Ákveðnar deilur sköpuðust í vor þegar Reykjavíkurborg ákvað að lífga upp á Ingólfstorg með litríkum stólum og borðum, en það var hluti af verkefninu Torg í biðstöðu sem stendur yfir í sumar. Í samtali við fréttastofu sagði einn mannanna sem framdi skemmdarverkin að þeir félagar væru mjög ósáttir við þessar breytingar og að stór hópur væri á sama máli. Maðurinn sagðist lítið muna eftir atburðum næturnnar en viðurkennir að þeir félagar hafi gengið of langt. Þá tók hann sérstaklega fram að hann sæi mikið eftir verknaðinum, og að hann hefði verið, „ölvaður og heimskur", eins og hann orðaði það. Lögreglan handtók mennina í nótt, en þeim var sleppt eftir yfirheyrslu. Pálmi Freyr Randversson, borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg og forsvarsmaður verkefnisins, segir málið sorglegt. „Hérna er verið að reyna að vekja torgið til lífs svo að sem flestir hópar geti notið þess. Að fólk láti detta sér í hug að gera svona hluti þykir mér mjög leiðinlegt," segir Pálmi. Hann segir það vera í skoðun hvort málið verði kært. Ólafur Ingi Stefánsson, hjólabrettaiðkandi, sendi bréf á fjölmiðla í dag þar sem hann tekur fram að brettafólk vilji alls ekki bendla skemmdarverkin við hjólabrettamenningu, en félagið stóð fyrir friðsælum mótmælum á torginu fyrr í sumar. Hann segir málið koma út eins og áróður gagnvart hjólabrettafólki sem hefur eytt mörgum árum í að byggja upp gott orðspor fyrir íslensku hjólabrettasenuna. Tengdar fréttir Náðust á myndband við að leggja Ingólfstorg í rúst "Þetta er hrikalega sorglegt,“ Pálmi Freyr Randversson, borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg. 11. ágúst 2013 12:00 Skemmdarvargarnir handteknir strax í nótt Ungu mönnunum sem lögðu Ingólfstorg í rúst var sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu. Þeir segjast óánægðir með yfirgang borgaryfirvalda gegn brettafólki en brettafólk vill ekki láta bendla þá menningu við skemmdarverkin. 11. ágúst 2013 14:12 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Myndband sem sýnir nokkra menn fremja skemmdarverk á Ingólfstorgi fer nú eins og eldur í sinu um netið. Mennirnir segjast vera hjólabrettamenn og eru ósáttir við yfirgang borgaryfirvalda gegn hjólabrettaköppum á staðnum. Aðkoma árrisula miðbæjarbúa var ekki glæsileg í morgun en á Ingólfstorgi blöstu við mölbrotnir stólar, borð og sólhllífar, auk þess sem annað lauslegt lá og víð og dreif um svæðið. Ákveðnar deilur sköpuðust í vor þegar Reykjavíkurborg ákvað að lífga upp á Ingólfstorg með litríkum stólum og borðum, en það var hluti af verkefninu Torg í biðstöðu sem stendur yfir í sumar. Í samtali við fréttastofu sagði einn mannanna sem framdi skemmdarverkin að þeir félagar væru mjög ósáttir við þessar breytingar og að stór hópur væri á sama máli. Maðurinn sagðist lítið muna eftir atburðum næturnnar en viðurkennir að þeir félagar hafi gengið of langt. Þá tók hann sérstaklega fram að hann sæi mikið eftir verknaðinum, og að hann hefði verið, „ölvaður og heimskur", eins og hann orðaði það. Lögreglan handtók mennina í nótt, en þeim var sleppt eftir yfirheyrslu. Pálmi Freyr Randversson, borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg og forsvarsmaður verkefnisins, segir málið sorglegt. „Hérna er verið að reyna að vekja torgið til lífs svo að sem flestir hópar geti notið þess. Að fólk láti detta sér í hug að gera svona hluti þykir mér mjög leiðinlegt," segir Pálmi. Hann segir það vera í skoðun hvort málið verði kært. Ólafur Ingi Stefánsson, hjólabrettaiðkandi, sendi bréf á fjölmiðla í dag þar sem hann tekur fram að brettafólk vilji alls ekki bendla skemmdarverkin við hjólabrettamenningu, en félagið stóð fyrir friðsælum mótmælum á torginu fyrr í sumar. Hann segir málið koma út eins og áróður gagnvart hjólabrettafólki sem hefur eytt mörgum árum í að byggja upp gott orðspor fyrir íslensku hjólabrettasenuna.
Tengdar fréttir Náðust á myndband við að leggja Ingólfstorg í rúst "Þetta er hrikalega sorglegt,“ Pálmi Freyr Randversson, borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg. 11. ágúst 2013 12:00 Skemmdarvargarnir handteknir strax í nótt Ungu mönnunum sem lögðu Ingólfstorg í rúst var sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu. Þeir segjast óánægðir með yfirgang borgaryfirvalda gegn brettafólki en brettafólk vill ekki láta bendla þá menningu við skemmdarverkin. 11. ágúst 2013 14:12 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Náðust á myndband við að leggja Ingólfstorg í rúst "Þetta er hrikalega sorglegt,“ Pálmi Freyr Randversson, borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg. 11. ágúst 2013 12:00
Skemmdarvargarnir handteknir strax í nótt Ungu mönnunum sem lögðu Ingólfstorg í rúst var sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu. Þeir segjast óánægðir með yfirgang borgaryfirvalda gegn brettafólki en brettafólk vill ekki láta bendla þá menningu við skemmdarverkin. 11. ágúst 2013 14:12