Stefán Gíslason verður áfram í herbúðum belgíska úrvalsdeildarfélagsins Leuven en það var tilkynnt á heimasíðu þess í gær.
Stefán kom til Leuven í janúar í fyrra og hefur þótt standa sig vel. Hann gerir nú eins árs samning með möguleika á eins árs framlengingu.
Hann hefur reyndar misst af síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla en er byrjaður að æfa á nýjan leik.
