Fótbolti

Stýrir liðinu frítt til loka tímabilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henk ten Cate.
Henk ten Cate. Nordic Photos / Getty Images
Henk ten Cate tók í dag við liði Spörtu frá Rotterdam í Hollandi og mun hann stýra liðinu til loka tímabilsins.

Ten Cate stýrði liðinu frá 1995 til 1997 og er talið að hann muni ekki þiggja nein laun nú fyrir að starfa hjá félaginu - heldur geri hann það þar sem honum þykir vænt um það.

Sparta rak Michael Vonk á þriðjudaginn og verður það nú verkefni Ten Cate að koma því aftur upp í hollensku úrvalsdeildina.

Ten Cate er reyndur þjálfari sem hefur starfað víða um heim. Þekktastur er hann fyrir að hafa verið aðstoðarstjóri Frank Rijkaard hjá Barcelona og Avram Grant hjá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×