Íslenski boltinn

Ríkharður tekur við Fram

Valtýr Björn Valtýsson skrifar
Ríkharður Daðason.
Ríkharður Daðason. Mynd/Stefán

Ríkharður Daðason verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í knattspyrnu. Tilkynnt verður um ráðningu hans í dag.

Íþróttadeild 365 hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þessu og mun Ríkharður stýra liði Fram út leiktíðina. Ekki er ákveðið á þessari stundu hvort ráðning Ríkharðs Daðasonar er til frambúðar og jafnvel talið að hún verði aðeins í sumar.  

Ríkharður tekur við af Þorvaldi Örlygssyni sem hætti í gær sem að eigin ósk að því er fram kom í fréttatilkynningu frá Safamýrarliðinu í gær.


Tengdar fréttir

Ég mun alltaf elska Þorvald

Leikmönnum Fram brá í brún þegar þeir heyrðu af uppsögn Þorvalds Örlygssonar sem þjálfari karlaliðs félagsins í gær.

Sá langlífasti í tvo áratugi

Þorvaldur Örlygsson var á sínu sjötta tímabili sem þjálfari Fram þegar hann sagði upp störfum í gær.

Arftaki Þorvalds kynntur eftir hádegi

Ríkharður Daðason fylgdist grannt með gangi mála þegar Fram lagði Val að velli 2-1 í Borgunarbikar karla síðastliðinn fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×