Milljónir eru í hættu 29. október 2012 07:00 Íbúar á Fire Island við strendur New York ganga á brott úr ferju sem flutti þau frá heimkynnum sínum í gær. fréttablaðið/AP Tugum þúsunda íbúa norðausturstrandar Bandaríkjanna var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna fellibyljarins Sandy sem á að ganga yfir Bandaríkin í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í mörgum ríkjum, þar á meðal New York og Virginíu. Talið er að bylurinn muni valda um sextíu milljónum manna vandræðum og hefur innanlandsflugi víða verið aflýst. Forsetaframbjóðendurnir Barack Obama og Mitt Romney þurftu að að breyta dagskrá sinni vegna komu Sandy. Eftir fund með neyðarráðgjöfum sínum í gær ákvað Obama að fara til Flórída í gær í stað þess að fara þangað í dag. Hann hætti einnig við fund sem hann ætlaði að halda með Bill Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjanna, í Virginíu í dag og við annan fund í Colorado. Romney hætti við kosningafund í Virginíu. Þegar hafa 65 manns farist af völdum Sandy í nágrenni karabíska hafsins undanfarna viku og óttast margir mikla eyðileggingu af hans völdum í Bandaríkjunum. Í New York-borg var ákveðið að loka neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar í gærkvöldi af ótta við flóð og einnig hefur öllum strætisvagna- og lestarferðum verið aflýst. Öllum skólum í borginni hefur sömuleiðis verið lokað. Drew Wojtkowski, íbúi við strönd Norður-Karólínu, ætlar ekki að láta fellibylinn hrekja sig og fjölskyldu sína á brott. Hann er búinn að byrgja sig upp af mat og ætlar ekkert að gefa eftir þrátt fyrir að bylurinn hafi þegar skolað í burtu þjóðveginum í nágrenni hans. ?Þetta fylgir því bara að búa við sjóinn,? sagði hann við viðtali við CNN. freyr@frettabladid.is Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Tugum þúsunda íbúa norðausturstrandar Bandaríkjanna var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna fellibyljarins Sandy sem á að ganga yfir Bandaríkin í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í mörgum ríkjum, þar á meðal New York og Virginíu. Talið er að bylurinn muni valda um sextíu milljónum manna vandræðum og hefur innanlandsflugi víða verið aflýst. Forsetaframbjóðendurnir Barack Obama og Mitt Romney þurftu að að breyta dagskrá sinni vegna komu Sandy. Eftir fund með neyðarráðgjöfum sínum í gær ákvað Obama að fara til Flórída í gær í stað þess að fara þangað í dag. Hann hætti einnig við fund sem hann ætlaði að halda með Bill Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjanna, í Virginíu í dag og við annan fund í Colorado. Romney hætti við kosningafund í Virginíu. Þegar hafa 65 manns farist af völdum Sandy í nágrenni karabíska hafsins undanfarna viku og óttast margir mikla eyðileggingu af hans völdum í Bandaríkjunum. Í New York-borg var ákveðið að loka neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar í gærkvöldi af ótta við flóð og einnig hefur öllum strætisvagna- og lestarferðum verið aflýst. Öllum skólum í borginni hefur sömuleiðis verið lokað. Drew Wojtkowski, íbúi við strönd Norður-Karólínu, ætlar ekki að láta fellibylinn hrekja sig og fjölskyldu sína á brott. Hann er búinn að byrgja sig upp af mat og ætlar ekkert að gefa eftir þrátt fyrir að bylurinn hafi þegar skolað í burtu þjóðveginum í nágrenni hans. ?Þetta fylgir því bara að búa við sjóinn,? sagði hann við viðtali við CNN. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira