Innlent

Keppni um stað undir „nýja Valhöll“

Bruninn á Þingvöllum í júlí 2009 batt óvæntan enda á langa sögu Hótels Valhallar í þjóðgarðinum.Fréttablaðið/Arnþór
Bruninn á Þingvöllum í júlí 2009 batt óvæntan enda á langa sögu Hótels Valhallar í þjóðgarðinum.Fréttablaðið/Arnþór
 „Ég held að fáir hafi áttað sig á hvað þeir áttu fyrr en þeir voru búnir að missa Valhöll,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, sem nú undirbýr samkeppni um staðarval fyrir „nýja Valhöll“.

Hótel Valhöll gereyðilagðist í eldsvoða í júlí 2008. Álfheiður segir að í hugmyndaleit sem Þingvallanefnd efndi til hafi komið fram margar og miklar óskir um eitthvað sem komi í stað Valhallar. Fólk nefni mat- og kaffisölu, gistiaðstöðu og ýmiss konar fundar- og samkomusali.

„Svo komu líka fram ýmsar ábendingar um hvar svona mannvirki ætti að vera. Ein af fimm tillögum sem var verðlaunuð var einmitt um svona hús uppi á Gjábakka. Svo vildu margir að Valhöll yrði endurreist eins og hún var á sama stað og allt þarna á milli,“ segir Álfheiður. Gamli Valhallarreiturinn sé reyndar fremur erfiður byggingarstaður því landið þar sígi og framkvæmdir þar séu dýrar. Væntanlegar tryggingarbætur vegna gamla Hótels Valhallar séu eyrnamerktar uppbyggingu til að bæta upp fyrir aðstöðuna sem tapaðist.

Álfheiður segir Þingvallanefnd munu hittast á „hugarflugsfundi“ 10. maí og kalla þar ýmsa aðila til þátttöku. Stefnt sé að því að efna til hönnunarsamkeppni í haust og hefja framkvæmdir á næsta ári. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×