Ósáttir við samskipti við ráðuneytin 30. apríl 2012 08:00 Forstöðumenn ríkisstofnana eru ósáttir við ýmislegt í samskiptum sínum við ráðuneytin. Sérstaklega er viðhorf þeirra gagnvart samskiptum við fjármálaráðuneytið slæmt. fréttablaðið/gva Fleiri forstöðumenn ríkisstofnana eru óánægðir með samskipti sín við ráðuneyti nú en árið 2007. Verulega hefur dregið úr ánægju stofnananna með samskipti við fjármálaráðuneytið. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem var gerð á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Forstöðumenn virðast vera ósáttir við ýmislegt er varðar samskipti við ráðuneyti. Meðal annars eru þeir ósáttir við undirbúning fjárlaga og almennt virðist að þeir séu ósáttari nú en 2007,“ segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, en hann var einn þeirra sem unnu að könnuninni. Hann segir þetta athyglisvert með tilliti til þess að miklar breytingar hafi orðið í stjórnarráðinu frá 2007, þegar sams konar könnun var síðast gerð. „Það umrót hefur kannski haft þau áhrif að draga úr samskiptum við stofnanir frekar en hitt.“ Hann segir að það sé væntanlega tímabundin staða. Tæplega helmingur forstöðumanna var óánægður með samskipti við ráðuneyti sitt vegna undirbúnings fjárlaga. Aðeins einn af hverjum tíu forstöðumönnum heilbrigðisstofnana telur stofnun sína geta sinnt lögbundnum verkefnum miðað við fjárveitingar. 64 prósent þeirra telja stofnunina frekar eða mjög illa geta sinnt verkefnum. Ef litið er til forstöðumanna ríkisstofnana almennt telja 44 prósent þeirra stofnun sína geta frekar eða mjög vel sinnt lögbundnum verkefnum. Þá telur tæpur helmingur forstöðumanna sig fá nauðsynlegan stuðning frá viðkomandi ráðuneyti. Minnsta ánægjan er meðal forstöðumanna stofnana heilbrigðis-, félags- og lýðheilsumála. Mesta ánægjan er hjá mennta-, menningar- og vísindastofnunum og í fjársýslu tolla- og dómsmála. Forstöðumennirnir eru almennt ánægðari með það nú en árið 2007 hversu fljótt og vel ráðuneytið svarar erindum þeirra. Aðeins fjórtán prósent forstöðumanna telja sig þó fá endurgjöf á frammistöðu sína frá ráðuneytinu sem þeir tilheyra. „Veruleg breyting til hins verra hefur orðið í flokki sýslumannsembætta, löggæslu og fangelsa eða 44 prósent aukning óánægju milli kannana,“ segir í skýrslunni um endurgjöf. Þá gætir einnig vaxandi óánægju meðal heilbrigðisstofnana. Ómar segir að forstöðumennirnir kalli hreinlega eftir því að frammistaða þeirra verði metin. „Hún er ekki metin með formlegum hætti í dag.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Fleiri forstöðumenn ríkisstofnana eru óánægðir með samskipti sín við ráðuneyti nú en árið 2007. Verulega hefur dregið úr ánægju stofnananna með samskipti við fjármálaráðuneytið. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem var gerð á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Forstöðumenn virðast vera ósáttir við ýmislegt er varðar samskipti við ráðuneyti. Meðal annars eru þeir ósáttir við undirbúning fjárlaga og almennt virðist að þeir séu ósáttari nú en 2007,“ segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, en hann var einn þeirra sem unnu að könnuninni. Hann segir þetta athyglisvert með tilliti til þess að miklar breytingar hafi orðið í stjórnarráðinu frá 2007, þegar sams konar könnun var síðast gerð. „Það umrót hefur kannski haft þau áhrif að draga úr samskiptum við stofnanir frekar en hitt.“ Hann segir að það sé væntanlega tímabundin staða. Tæplega helmingur forstöðumanna var óánægður með samskipti við ráðuneyti sitt vegna undirbúnings fjárlaga. Aðeins einn af hverjum tíu forstöðumönnum heilbrigðisstofnana telur stofnun sína geta sinnt lögbundnum verkefnum miðað við fjárveitingar. 64 prósent þeirra telja stofnunina frekar eða mjög illa geta sinnt verkefnum. Ef litið er til forstöðumanna ríkisstofnana almennt telja 44 prósent þeirra stofnun sína geta frekar eða mjög vel sinnt lögbundnum verkefnum. Þá telur tæpur helmingur forstöðumanna sig fá nauðsynlegan stuðning frá viðkomandi ráðuneyti. Minnsta ánægjan er meðal forstöðumanna stofnana heilbrigðis-, félags- og lýðheilsumála. Mesta ánægjan er hjá mennta-, menningar- og vísindastofnunum og í fjársýslu tolla- og dómsmála. Forstöðumennirnir eru almennt ánægðari með það nú en árið 2007 hversu fljótt og vel ráðuneytið svarar erindum þeirra. Aðeins fjórtán prósent forstöðumanna telja sig þó fá endurgjöf á frammistöðu sína frá ráðuneytinu sem þeir tilheyra. „Veruleg breyting til hins verra hefur orðið í flokki sýslumannsembætta, löggæslu og fangelsa eða 44 prósent aukning óánægju milli kannana,“ segir í skýrslunni um endurgjöf. Þá gætir einnig vaxandi óánægju meðal heilbrigðisstofnana. Ómar segir að forstöðumennirnir kalli hreinlega eftir því að frammistaða þeirra verði metin. „Hún er ekki metin með formlegum hætti í dag.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira