Ósáttir við samskipti við ráðuneytin 30. apríl 2012 08:00 Forstöðumenn ríkisstofnana eru ósáttir við ýmislegt í samskiptum sínum við ráðuneytin. Sérstaklega er viðhorf þeirra gagnvart samskiptum við fjármálaráðuneytið slæmt. fréttablaðið/gva Fleiri forstöðumenn ríkisstofnana eru óánægðir með samskipti sín við ráðuneyti nú en árið 2007. Verulega hefur dregið úr ánægju stofnananna með samskipti við fjármálaráðuneytið. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem var gerð á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Forstöðumenn virðast vera ósáttir við ýmislegt er varðar samskipti við ráðuneyti. Meðal annars eru þeir ósáttir við undirbúning fjárlaga og almennt virðist að þeir séu ósáttari nú en 2007,“ segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, en hann var einn þeirra sem unnu að könnuninni. Hann segir þetta athyglisvert með tilliti til þess að miklar breytingar hafi orðið í stjórnarráðinu frá 2007, þegar sams konar könnun var síðast gerð. „Það umrót hefur kannski haft þau áhrif að draga úr samskiptum við stofnanir frekar en hitt.“ Hann segir að það sé væntanlega tímabundin staða. Tæplega helmingur forstöðumanna var óánægður með samskipti við ráðuneyti sitt vegna undirbúnings fjárlaga. Aðeins einn af hverjum tíu forstöðumönnum heilbrigðisstofnana telur stofnun sína geta sinnt lögbundnum verkefnum miðað við fjárveitingar. 64 prósent þeirra telja stofnunina frekar eða mjög illa geta sinnt verkefnum. Ef litið er til forstöðumanna ríkisstofnana almennt telja 44 prósent þeirra stofnun sína geta frekar eða mjög vel sinnt lögbundnum verkefnum. Þá telur tæpur helmingur forstöðumanna sig fá nauðsynlegan stuðning frá viðkomandi ráðuneyti. Minnsta ánægjan er meðal forstöðumanna stofnana heilbrigðis-, félags- og lýðheilsumála. Mesta ánægjan er hjá mennta-, menningar- og vísindastofnunum og í fjársýslu tolla- og dómsmála. Forstöðumennirnir eru almennt ánægðari með það nú en árið 2007 hversu fljótt og vel ráðuneytið svarar erindum þeirra. Aðeins fjórtán prósent forstöðumanna telja sig þó fá endurgjöf á frammistöðu sína frá ráðuneytinu sem þeir tilheyra. „Veruleg breyting til hins verra hefur orðið í flokki sýslumannsembætta, löggæslu og fangelsa eða 44 prósent aukning óánægju milli kannana,“ segir í skýrslunni um endurgjöf. Þá gætir einnig vaxandi óánægju meðal heilbrigðisstofnana. Ómar segir að forstöðumennirnir kalli hreinlega eftir því að frammistaða þeirra verði metin. „Hún er ekki metin með formlegum hætti í dag.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Fleiri forstöðumenn ríkisstofnana eru óánægðir með samskipti sín við ráðuneyti nú en árið 2007. Verulega hefur dregið úr ánægju stofnananna með samskipti við fjármálaráðuneytið. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem var gerð á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Forstöðumenn virðast vera ósáttir við ýmislegt er varðar samskipti við ráðuneyti. Meðal annars eru þeir ósáttir við undirbúning fjárlaga og almennt virðist að þeir séu ósáttari nú en 2007,“ segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, en hann var einn þeirra sem unnu að könnuninni. Hann segir þetta athyglisvert með tilliti til þess að miklar breytingar hafi orðið í stjórnarráðinu frá 2007, þegar sams konar könnun var síðast gerð. „Það umrót hefur kannski haft þau áhrif að draga úr samskiptum við stofnanir frekar en hitt.“ Hann segir að það sé væntanlega tímabundin staða. Tæplega helmingur forstöðumanna var óánægður með samskipti við ráðuneyti sitt vegna undirbúnings fjárlaga. Aðeins einn af hverjum tíu forstöðumönnum heilbrigðisstofnana telur stofnun sína geta sinnt lögbundnum verkefnum miðað við fjárveitingar. 64 prósent þeirra telja stofnunina frekar eða mjög illa geta sinnt verkefnum. Ef litið er til forstöðumanna ríkisstofnana almennt telja 44 prósent þeirra stofnun sína geta frekar eða mjög vel sinnt lögbundnum verkefnum. Þá telur tæpur helmingur forstöðumanna sig fá nauðsynlegan stuðning frá viðkomandi ráðuneyti. Minnsta ánægjan er meðal forstöðumanna stofnana heilbrigðis-, félags- og lýðheilsumála. Mesta ánægjan er hjá mennta-, menningar- og vísindastofnunum og í fjársýslu tolla- og dómsmála. Forstöðumennirnir eru almennt ánægðari með það nú en árið 2007 hversu fljótt og vel ráðuneytið svarar erindum þeirra. Aðeins fjórtán prósent forstöðumanna telja sig þó fá endurgjöf á frammistöðu sína frá ráðuneytinu sem þeir tilheyra. „Veruleg breyting til hins verra hefur orðið í flokki sýslumannsembætta, löggæslu og fangelsa eða 44 prósent aukning óánægju milli kannana,“ segir í skýrslunni um endurgjöf. Þá gætir einnig vaxandi óánægju meðal heilbrigðisstofnana. Ómar segir að forstöðumennirnir kalli hreinlega eftir því að frammistaða þeirra verði metin. „Hún er ekki metin með formlegum hætti í dag.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent