Typpi lofuð í hástert 30. apríl 2012 12:30 Margt áhugavert ber fyrir augu á Hinu íslenska reðasafni við Laugaveg. mynd/pjetur Heimildarmynd um Sigurð Hjartarson, stofnanda Hins íslenska reðasafns, verður frumsýnd á Hot Docs Canadian International Documentary Festival í Torontó í Kanada á morgun. Hátíðin er stærsta og ein virtasta heimildarmyndahátíð í Norður-Ameríku. Var myndin um Sigurð valin ásamt 189 öðrum úr 2.000 innsendum myndum sem þykja fín meðmæli. Auk þess hlaut hún góðar viðtökur á forsýningu og hefur verið lofuð í fjölmiðlum vestra. „Umfjöllunarefnið þykir greinilega áhugavert og myndin vel gerð. Það er frábært að komast þarna inn og ekki skemma fínir dómar fyrir," segir Hjörtur Sigurðsson, sem tók við rekstri Reðasafnsins þegar faðir hans lét af störfum í fyrra og safnið flutti til Reykjavíkur þar sem það hóf fyrst göngu sína.Síðasti meðlimurinn Heimildarmyndin kallast The Final Member eða Síðasti meðlimurinn og reynir að varpa ljósi á Reðasafnið og persónu Sigurðar. Kanadísku kvikmyndagerðarmennirnir Zach Math og Jonah Bekhor standa á bak við myndina en þeir hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir auglýsingar og stutt- og heimildarmyndir.The Final Member var vel tekið þegar hún var forsýnd í Toronto.„Math heyrði viðtal við pabba á CBC Radio One árið 2007 þar sem hann sagði frá leit að mannslim til að fullkomna Reðasafnið," segir Hjörtur. „Honum fannst viðtalið svo áhugavert að stuttu síðar birtust hann og félagar hans hér til að taka upp efni. Leit pabba að limnum varð rauði þráður myndarinnar." Feðgarnir hafa ekki séð hana alla en Hjörtur segir sýnishorn lofa góðu. „Myndin ber þess skýr merki að gríðarlega vinna var lögð í hana," lýsir hann og segir stefnt að því að sýna myndina sem víðast. Þó sé óljóst hvort hún verði tekin til sýninga hérlendis. -rve Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Heimildarmynd um Sigurð Hjartarson, stofnanda Hins íslenska reðasafns, verður frumsýnd á Hot Docs Canadian International Documentary Festival í Torontó í Kanada á morgun. Hátíðin er stærsta og ein virtasta heimildarmyndahátíð í Norður-Ameríku. Var myndin um Sigurð valin ásamt 189 öðrum úr 2.000 innsendum myndum sem þykja fín meðmæli. Auk þess hlaut hún góðar viðtökur á forsýningu og hefur verið lofuð í fjölmiðlum vestra. „Umfjöllunarefnið þykir greinilega áhugavert og myndin vel gerð. Það er frábært að komast þarna inn og ekki skemma fínir dómar fyrir," segir Hjörtur Sigurðsson, sem tók við rekstri Reðasafnsins þegar faðir hans lét af störfum í fyrra og safnið flutti til Reykjavíkur þar sem það hóf fyrst göngu sína.Síðasti meðlimurinn Heimildarmyndin kallast The Final Member eða Síðasti meðlimurinn og reynir að varpa ljósi á Reðasafnið og persónu Sigurðar. Kanadísku kvikmyndagerðarmennirnir Zach Math og Jonah Bekhor standa á bak við myndina en þeir hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir auglýsingar og stutt- og heimildarmyndir.The Final Member var vel tekið þegar hún var forsýnd í Toronto.„Math heyrði viðtal við pabba á CBC Radio One árið 2007 þar sem hann sagði frá leit að mannslim til að fullkomna Reðasafnið," segir Hjörtur. „Honum fannst viðtalið svo áhugavert að stuttu síðar birtust hann og félagar hans hér til að taka upp efni. Leit pabba að limnum varð rauði þráður myndarinnar." Feðgarnir hafa ekki séð hana alla en Hjörtur segir sýnishorn lofa góðu. „Myndin ber þess skýr merki að gríðarlega vinna var lögð í hana," lýsir hann og segir stefnt að því að sýna myndina sem víðast. Þó sé óljóst hvort hún verði tekin til sýninga hérlendis. -rve
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira