Innlent

Fangelsi fyrir landabrugg og kannabisrækt á sama staðnum

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í héraðsdómi í átta mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun og fyrir að brugga landa, á sama stað í íbúð í Breiðholti. Maðurinn játaði sök að því er varðaði framleiðslu á kannabis og landa en hann neitaði því hinsvegar að framleiðslan væri hugsuð til sölu og dreifingar.

Í íbúð mannsins fundust um 330 grömm af kannabislaufum, 201 kannabisplanta, 106 lítrar af gambra og tæpir fjórtán lítrar af tilbúnum landa. Meðal annars bar maðurinn fyrir dómi að skýringin á hinu mikla magni áfengis í íbúðinni hafi verið sú að hann hafi áformað að halda áramótaveislu þar sem til stóð að bjóða upp á bollu. Kannabislaufin sagði hann vera ætluð honum sjálfum. Dómarinn féllst ekki á þessi rök í málinu og dæmdi manninn í átta mánaða fangelsi til greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×