Enski boltinn

Hitað upp fyrir City - United í Boltanum á X-inu

Boltinn verður á sínum stað á X-inu FM 97,7 í dag milli 11 og 12. Farið verður yfir það sem hæst ber á baugi í íþróttunum en þar verður sérstök áhersla lögð á toppslaginn í enska boltanum sem fram fer í kvöld þegar Manchester City mætir Manchester United.

Elvar Geir Magnússon íþróttafréttamaður stýrir umræðum en gestir verða þeir Snorri Sturluson, Benedikt Bóas Hinriksson og Gunnar Gunnarsson.

Hægt er að hlusta á X-ið í beinni með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×