Sport

Ragna nánast örugg með Ólympíusætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Ragna Ingólfsdóttir er nánast örugg með sæti sitt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar en formleg tilkynning þess efnis mun ekki berast fyrr en á fimmtudaginn, þegar opinber heimslisti verður gefinn út af Alþjóðabadmintonsambandinu.

Vefsíðan Badzine.net hefur gefið út sinn heimslista sem byggir á sömu útreikningum og samkvæmt honum er Ragna örugg með sitt sæti.

Samkvæmt listanum er Ragna í 71. sæti heimslistans og átjándi efst af Evrópubúum. Sá árangur dugar henni til að komast til Lundúna en hún keppti einnig á leikunum í Peking fyrir fjórum árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×