Sport

Glóandi gómar hjálpa til í bar­áttunni við al­var­leg höfuð­högg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er ekkert gefið eftir í rugby íþróttinni og það kallar oft á stór samstuð.
Það er ekkert gefið eftir í rugby íþróttinni og það kallar oft á stór samstuð. EPA/Ryan Wilkisky

Baráttunni við hættuleg höfuðhögg hefur borist góður en óvenjulegur liðsauki. Nýr munngómur mun hjálpa til við að greina það ef leikmenn fá þung höfuðhögg í leikjum.

Heimsmeistaramót kvenna í rugby ætlar að prófa þessa nýju glóandi góma. Gómarnir mun lýsa upp ef höggið er nógu mikið til að kalla fram heilahristing.

Sé höggið það mikið að gómurinn glóir þá mun dómarinn stoppa leikinn og senda viðkomandi leikmann í heilahristingsskoðun á hliðarlínunni.

Höfuðhögg eru orðin vandamál í rugby þar sem átökin í íþróttinni eru orðin enn harðari en áður.

Hópur þrjú hundruð fyrrum leikmanna, þar sem voru meðal annars ensku heimsmeistararnir Steve Thompson og Phil Vickery, fóru í mál í desember 2023 vegna höfuðhögga sem þeir fengu á ferlinum.

Thompson er meðal fyrri leikmanna sem þjást af heilabilun á byrjunarstigi sem rekja má beint til höfuðhögga sem hann fékk inn á vellinum.

Fleiri vandamál eru tengd við höfuðhöggin eins og flogaveiki og Parkinson sjúkdómurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×