Fótbolti

Ferguson: Redknapp er rétti maðurinn fyrir England

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að Harry Redknapp sé besti kosturinn fyrir enska landsliðið en varar við því að ekki sé gott að Redknapp stýri Tottenham á sama tíma.

Mikill meirihluti Englendinga vill sjá Redknapp taka við landsliðinu af Fabio Capello og nokkrir leikmanna enska landsliðsins hafa einnig gefið það út að þeir vilja fá Redknapp í starfið.

"Það er engin spurning að Harry Redknapp er besti kosturinn. Hann hefur reynsluna, karakterinn og þekkinguna á leiknum sem til þarf. Hann hefur breytt gengi allra liða sem hann hefur stýrt til hins betra," sagði Ferguson á blaðamannafundi í dag.

Ferguson þekkir það sjálfur að stýra landsliði og félagsliði á sama tíma og segir reynsluna ekki vera góða. Ferguson var landsliðsþjálfari Skotlands á HM 1986 en hann var þá einnig stjóri Aberdeen.

"Mér fannst það vera mjög erfitt. Bæði störf eru mjög erfið þannig að það gengur illa að sinna þeim báðum almennilega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×