Fótbolti

Anelka skipaður þjálfari Shanghæ Shenhua

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sóknarmaðurinn Nicolas Anelka hefur verið bætt við þjálfarateymi kínverska liðsins Sjanghæ Shenhua vegna lélegs gengi liðsins að undanförnu.

Félagið keypti Anelka frá Chelsea í janúar síðstliðnum en þjálfari þess er Jean Tigana. En liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í kínversku deildinni og farið að hitna undir Tigana.

Fram kom í tilkynningu frá yfirstjórn félagsins að skipt yrði út í þjálfaraliðinu og að Anelka, sem er að auki fyrirliði liðsins, myndi taka þátt í að stýra daglegum æfingum.

Anelka er 33 ára gamall og á að baki langan feril með mörgum af bestu knattspyrnuliðum Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×