Fótbolti

Capello ekki heyrt frá Anzhi né öðru félagi

Capello er bara á skíðum þessa dagana.
Capello er bara á skíðum þessa dagana.
Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segist ekkert hafa heyrt frá rússneska félaginu Anzhi sem hann er nú orðaður við í ljósi þess að hann er atvinnulaus.

Capello hefur lýst því yfir að hann ætli sér að taka gott frí frá fótbolta. Engu að síður er hann orðaður við fjölda félaga.

"Ég er í fjöllunum í St. Moritz. Er ég á leiðinni til Rússlands á næstunni? Ertu að grínast? Ég er í fríi og slökun," sagði Capello við L'Equipe.

"Hvorki ég né umboðsmaður minn hefur rætt við eitthvað félag og það eru alls engin tilboð á borðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×