Erlent

Obama gagnrýnir Romney fyrir ummælin um bótaþega

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt Mitt Romney fyrir þau ummæli að nær helmingur bandarísku þjóðarinnar séu bótaþegar á framfæri hins opinbera sem greiði ekki tekjuskatta.

Obama var í spjallþætti David Letterman í gærkvöld þar sem ummæli Romneys voru rædd. Obama segir að það sé rangt af Romney að kalla nær helming bandarísku þjóðarinnar fórnarlömb. Hann hafi lært það á sinni tíð í forsetaembættinu að hann er fulltrúi allrar þjóðarinnar en ekki bara þeirra sem kusu hann.

Romney var á sama tíma í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni þar sem hann varði ummæli sín og segir þau hluta af kosningabaráttu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×