Möguleiki á fullum bata hjá Kolbeini Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2012 08:00 Ef allt gengur að óskum mun Kolbeinn Sigþórsson geta spilað á ný í janúar á næsta ári. Mynd/Nordic Photos/Getty Kolbeinn Sigþórsson, framherji Ajax og íslenska landsliðsins, fékk í gær þær fregnir að hann þyrfti að fara í aðgerð og yrði af þeim sökum frá næstu fjóra mánuðina. Kolbeinn hefur verið að glíma við meiðsli í öxl og verður aðgerðin framkvæmd í dag. „Þetta var ákveðið eftir samráð við sérfræðinga sem ég hef hitt. Þetta er skásti kosturinn í stöðunni," sagði Kolbeinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann fer í aðgerð vegna þessara axlarmeiðsla. „Hin heppnaðist ekki nógu vel en það jákvæða er að nú á ég möguleika á að ná fullum bata. Til þess þarf aðgerðin og endurhæfingin að ganga vel en læknarnir eru bjartsýnir á að það takist. Ef það fer allt vel á ég möguleika á að spila á ný með 100 prósenta öxl. Ég hlakka mikið til þess," segir Kolbeinn. Fimm ára gamalt vandamálMynd/Nordic Photos/GettyHann hefur átt í vandræðum með öxlina síðan hann varð fyrir óhappi fyrir um fimm árum síðan. „Þá datt ég um tvo metra og lenti á steini. Ég fór úr lið og brotnaði aðeins úr beininu. Eftir það hefur öxlin aldrei verið fyllilega góð," segir Kolbeinn en aðspurður segist hann ekki vilja greina nánar frá aðstæðum þess þegar óhappið varð. „Það var einfaldlega algert óhapp og alger óþarfi að líta til baka á það," segir hann. Um tveimur árum síðar fór öxlin að vera til sífellt meiri vandræða. „Ég fór þá úr axlarlið og það gerðist í nokkur skipti í röð. Þá var ákveðið að fara í aðgerð en þrátt fyrir hana varð öxlin aldrei eins og ég vildi hafa hana. Síðan þá hef ég verið að hlífa mér á æfingum og í leikjum," segir hann. Kolbeinn var einnig lengi frá á síðasta tímabili eftir að hafa farið í aðgerð vegna ökklameiðsla. Þá kannaði hann möguleikann á því að nýta tækifærið og láta laga öxlina um leið. „Það reyndist ekki hægt vegna þess að ég mátti ekki stíga í fótinn fyrstu sex vikurnar og þurfti því að vera á hækjum. Ég reyndi því að styrkja öxlina eins vel og ég gat en komst svo ekki lengra en þetta." Ljóst er að Kolbeinn mun missa af mörgum spennandi leikjum sem eru fram undan, bæði með félagsliði hans og íslenska landsliðinu. Kolbeinn spilar með Ajax í Hollandi en liðið er í gríðarsterkum riðli í Meistaradeildinni með deildarmeisturum þriggja stórvelda í evrópskri knattspyrnu – Manchester City, Real Madrid og Dortmund. „Ef það er hægt að tala um versta mögulega tímann til að meiðast þá er það þessi. Tímabilið er nýhafið og allir þessir leikir fram undan. Það er afar súrt að þurfa að missa af þessu," segir hann. Kolbeinn er einnig lykilmaður íslenska landsliðinu og mun hann missa af leikjum þess gegn Albaníu og Sviss í næsta mánuði. Hann missti einnig af leikjum þess gegn Noregi og Kýpur. Áður komið mér í gegnum meiðsliMynd/Nordic Photos/GettyÞrátt fyrir að Kolbeinn hafi mátt þola ýmislegt á stuttum ferli stefnir þessi 22ja ára kappi að því að koma tvíefldur til baka. „Ég hef þurft að koma mér í gegnum erfið meiðsli áður og staðist þær raunir. Ég hef aldrei leitt hugann að því að ferillinn kynni að vera í hættu eða neitt slíkt. Ég verð bara að líta á jákvæðu hliðarnar og byggja mig upp ný, hægt og rólega. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji Ajax og íslenska landsliðsins, fékk í gær þær fregnir að hann þyrfti að fara í aðgerð og yrði af þeim sökum frá næstu fjóra mánuðina. Kolbeinn hefur verið að glíma við meiðsli í öxl og verður aðgerðin framkvæmd í dag. „Þetta var ákveðið eftir samráð við sérfræðinga sem ég hef hitt. Þetta er skásti kosturinn í stöðunni," sagði Kolbeinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann fer í aðgerð vegna þessara axlarmeiðsla. „Hin heppnaðist ekki nógu vel en það jákvæða er að nú á ég möguleika á að ná fullum bata. Til þess þarf aðgerðin og endurhæfingin að ganga vel en læknarnir eru bjartsýnir á að það takist. Ef það fer allt vel á ég möguleika á að spila á ný með 100 prósenta öxl. Ég hlakka mikið til þess," segir Kolbeinn. Fimm ára gamalt vandamálMynd/Nordic Photos/GettyHann hefur átt í vandræðum með öxlina síðan hann varð fyrir óhappi fyrir um fimm árum síðan. „Þá datt ég um tvo metra og lenti á steini. Ég fór úr lið og brotnaði aðeins úr beininu. Eftir það hefur öxlin aldrei verið fyllilega góð," segir Kolbeinn en aðspurður segist hann ekki vilja greina nánar frá aðstæðum þess þegar óhappið varð. „Það var einfaldlega algert óhapp og alger óþarfi að líta til baka á það," segir hann. Um tveimur árum síðar fór öxlin að vera til sífellt meiri vandræða. „Ég fór þá úr axlarlið og það gerðist í nokkur skipti í röð. Þá var ákveðið að fara í aðgerð en þrátt fyrir hana varð öxlin aldrei eins og ég vildi hafa hana. Síðan þá hef ég verið að hlífa mér á æfingum og í leikjum," segir hann. Kolbeinn var einnig lengi frá á síðasta tímabili eftir að hafa farið í aðgerð vegna ökklameiðsla. Þá kannaði hann möguleikann á því að nýta tækifærið og láta laga öxlina um leið. „Það reyndist ekki hægt vegna þess að ég mátti ekki stíga í fótinn fyrstu sex vikurnar og þurfti því að vera á hækjum. Ég reyndi því að styrkja öxlina eins vel og ég gat en komst svo ekki lengra en þetta." Ljóst er að Kolbeinn mun missa af mörgum spennandi leikjum sem eru fram undan, bæði með félagsliði hans og íslenska landsliðinu. Kolbeinn spilar með Ajax í Hollandi en liðið er í gríðarsterkum riðli í Meistaradeildinni með deildarmeisturum þriggja stórvelda í evrópskri knattspyrnu – Manchester City, Real Madrid og Dortmund. „Ef það er hægt að tala um versta mögulega tímann til að meiðast þá er það þessi. Tímabilið er nýhafið og allir þessir leikir fram undan. Það er afar súrt að þurfa að missa af þessu," segir hann. Kolbeinn er einnig lykilmaður íslenska landsliðinu og mun hann missa af leikjum þess gegn Albaníu og Sviss í næsta mánuði. Hann missti einnig af leikjum þess gegn Noregi og Kýpur. Áður komið mér í gegnum meiðsliMynd/Nordic Photos/GettyÞrátt fyrir að Kolbeinn hafi mátt þola ýmislegt á stuttum ferli stefnir þessi 22ja ára kappi að því að koma tvíefldur til baka. „Ég hef þurft að koma mér í gegnum erfið meiðsli áður og staðist þær raunir. Ég hef aldrei leitt hugann að því að ferillinn kynni að vera í hættu eða neitt slíkt. Ég verð bara að líta á jákvæðu hliðarnar og byggja mig upp ný, hægt og rólega.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Sjá meira