Erlent

Forfeður okkar klifruðu í trjám

GB skrifar
Hér sést apynja gæta unga síns í dýragarðinum í Berlín.
Nordicphotos/AFP
Hér sést apynja gæta unga síns í dýragarðinum í Berlín. Nordicphotos/AFP
Rannsóknir á beinagrindum forfeðra okkar af tegundinni Australophithecus afarensis sýna að þeir hafa klifrað í trjám, rétt eins og apar. Þar með virðist komin niðurstaða í mál, sem lengi hafa verið skiptar skoðanir um meðal mannfræðinga.

Tveir þekktustu einstaklingarnir af þessari tegund forfeðra okkar hafa verið nefndir Lucy og Selam. Það voru rannsóknir á herðablöðum Selams sem skiluðu þessari niðurstöðu.

Niðurstöður rannsóknanna eru birtar í októberhefti vísindatímaritsins Science.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×