Wen Jiabao segir frétt New York Times vera ranga 29. október 2012 07:00 Fjölskylda Wens segir fréttaflutning New York Times vera kolrangan. mynd/AP Lögfræðingar fjölskyldu kínverska forsætisráðherrans Wen Jiabao hafa vísað til föðurhúsanna frétt New York Times um að hún hafi rakað til sín hundruð milljarða króna á bak við tjöldin. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni sem var birt í fjölmiðli í Hong Kong segir að vissulega hafi hún verið viðriðin ýmiss konar viðskipti en engin af þeim séu ólögleg. Bandaríska dagblaðið greindi frá því á föstudag að eignir fjölskyldu forsætisráðherranns næmu að minnsta kosti um 350 milljörðum króna. Þrátt fyrir yfirlýsingu fjölskyldunnar ætlar blaðið að standa við frétt sína, samkvæmt BBC. Kínversk yfirvöld hafa fordæmt fréttaflutninginn og lokað var á vefsíðu New York Times í landinu. ?Hin svokölluðu ?földu auðæfi? fjölskyldu Wen Jiabao í frétt New York Times eru ekki til,? sagði í yfirlýsingunni. Lögfræðingarnir bættu því við að Wen hefði ekki átt neinn þátt í viðskiptum fjölskyldunnar. Í svari New York Times sagði talsmaður blaðsins: ?Við stöndum við fréttina okkar, sem við erum ótrúlega stolt af. Hún sýnir vel gæði rannsóknarblaðamennskunnar sem The Times er svo þekkt fyrir.? Fréttin var byggð á skjölum frá árunum 1992 til 2012. - fb Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Lögfræðingar fjölskyldu kínverska forsætisráðherrans Wen Jiabao hafa vísað til föðurhúsanna frétt New York Times um að hún hafi rakað til sín hundruð milljarða króna á bak við tjöldin. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni sem var birt í fjölmiðli í Hong Kong segir að vissulega hafi hún verið viðriðin ýmiss konar viðskipti en engin af þeim séu ólögleg. Bandaríska dagblaðið greindi frá því á föstudag að eignir fjölskyldu forsætisráðherranns næmu að minnsta kosti um 350 milljörðum króna. Þrátt fyrir yfirlýsingu fjölskyldunnar ætlar blaðið að standa við frétt sína, samkvæmt BBC. Kínversk yfirvöld hafa fordæmt fréttaflutninginn og lokað var á vefsíðu New York Times í landinu. ?Hin svokölluðu ?földu auðæfi? fjölskyldu Wen Jiabao í frétt New York Times eru ekki til,? sagði í yfirlýsingunni. Lögfræðingarnir bættu því við að Wen hefði ekki átt neinn þátt í viðskiptum fjölskyldunnar. Í svari New York Times sagði talsmaður blaðsins: ?Við stöndum við fréttina okkar, sem við erum ótrúlega stolt af. Hún sýnir vel gæði rannsóknarblaðamennskunnar sem The Times er svo þekkt fyrir.? Fréttin var byggð á skjölum frá árunum 1992 til 2012. - fb
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira