Crossfit-þjálfun veldur fagfólki áhyggjum 11. september 2012 08:00 Íris Anna Steinarsdóttir, fráfarandi formaður Íþróttakennarasambands Íslands, segir dæmi um að fólk meiðist því það þekki ekki sín takmörk. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/Anton „Fólk meiðist í auknum mæli. Sprenglært íþróttafólk sem sækir þessa tíma hefur horft upp á fólk meiðast því það þekkir ekki sín takmörk," segir Íris Anna Steinarrsdóttir, fráfarandi formaður Íþróttakennarasambands Íslands, um crossfit og aðrar tengdar íþróttagreinar þar sem fólk reynir um of á þolmörk sín undir handleiðslu ómenntaðra þjálfara. „Hver sem er getur orðið crossfit-þjálfari, sem er það slæma við þetta," segir hún. „Það ber mun meira á meiðslum og sjúkraþjálfarar taka á móti fullt af fólki sem er að meiða sig í þessum greinum." Héðinn Jónsson, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara, segir þróunina áhyggjuefni. „Þetta hefur komið inn á borð til okkar og veldur sjúkraþjálfurum áhyggjum," segir hann. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari sendi Landlæknisembættinu erindi á síðasta ári þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum vegna þróunarinnar. „Í starfi mínu sem sjúkraþjálfari hefur á síðustu misserum orðið mikil aukning á meiðslum, áverkum og álagseinkennum sem rekja má til allt of mikillar þjálfunar einstaklinga," segir í erindi Gauta. „Tíminn og kostnaðurinn sem fer í þessar viðgerðir, vonbrigðin sem einstaklingar verða fyrir þegar þeir geta ekki lengur setið, hreyft sig í leik og starfi er ekki þekktur." Leifur Geir Hafsteinsson, yfirþjálfari Crossfit sport, tekur undir að margt gagnrýnivert sé við aðferðafræði crossfit og þröskuldurinn til að gerast þjálfari sé vissulega lágur. „Gagnrýnin er réttmæt. Þú tekur eitt helgarnámskeið til að fá þjálfararéttindi," segir Leifur. „Það má færa rök fyrir því að inntökuskilyrði ættu að vera strangari, en almenningur þarf að vera meðvitaður því það þarf að uppfylla svo svakalega litlar kröfur til þess að fá að þjálfa fólk." Leifur segir að erfitt sé að ræða um hvort meiðsl hafi aukist. Ekki séu til neinar heildartölur um slíkt og ekki megi gleyma því að þjálfunin skili sér einnig í bættri heilsu fólks. „Ég tek þessari umræðu mjög alvarlega og mitt verkefni númer eitt, tvö og þrjú er að gera þjálfunina eins örugga og mögulegt er." sunna@frettabladid.is Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um Crossfit Ólympískar lyftingar geta ekki hentað bæði eldri borgurum og keppnisfólki segir íþróttafræðingur sem gagnrýnir Crossfit þjálfun landans harðlega. Crossfit þjálfari segir að hægt sé að segja að allar íþróttir séu slæmar fyrir líkamann. 10. september 2012 22:34 "Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
„Fólk meiðist í auknum mæli. Sprenglært íþróttafólk sem sækir þessa tíma hefur horft upp á fólk meiðast því það þekkir ekki sín takmörk," segir Íris Anna Steinarrsdóttir, fráfarandi formaður Íþróttakennarasambands Íslands, um crossfit og aðrar tengdar íþróttagreinar þar sem fólk reynir um of á þolmörk sín undir handleiðslu ómenntaðra þjálfara. „Hver sem er getur orðið crossfit-þjálfari, sem er það slæma við þetta," segir hún. „Það ber mun meira á meiðslum og sjúkraþjálfarar taka á móti fullt af fólki sem er að meiða sig í þessum greinum." Héðinn Jónsson, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara, segir þróunina áhyggjuefni. „Þetta hefur komið inn á borð til okkar og veldur sjúkraþjálfurum áhyggjum," segir hann. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari sendi Landlæknisembættinu erindi á síðasta ári þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum vegna þróunarinnar. „Í starfi mínu sem sjúkraþjálfari hefur á síðustu misserum orðið mikil aukning á meiðslum, áverkum og álagseinkennum sem rekja má til allt of mikillar þjálfunar einstaklinga," segir í erindi Gauta. „Tíminn og kostnaðurinn sem fer í þessar viðgerðir, vonbrigðin sem einstaklingar verða fyrir þegar þeir geta ekki lengur setið, hreyft sig í leik og starfi er ekki þekktur." Leifur Geir Hafsteinsson, yfirþjálfari Crossfit sport, tekur undir að margt gagnrýnivert sé við aðferðafræði crossfit og þröskuldurinn til að gerast þjálfari sé vissulega lágur. „Gagnrýnin er réttmæt. Þú tekur eitt helgarnámskeið til að fá þjálfararéttindi," segir Leifur. „Það má færa rök fyrir því að inntökuskilyrði ættu að vera strangari, en almenningur þarf að vera meðvitaður því það þarf að uppfylla svo svakalega litlar kröfur til þess að fá að þjálfa fólk." Leifur segir að erfitt sé að ræða um hvort meiðsl hafi aukist. Ekki séu til neinar heildartölur um slíkt og ekki megi gleyma því að þjálfunin skili sér einnig í bættri heilsu fólks. „Ég tek þessari umræðu mjög alvarlega og mitt verkefni númer eitt, tvö og þrjú er að gera þjálfunina eins örugga og mögulegt er." sunna@frettabladid.is
Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um Crossfit Ólympískar lyftingar geta ekki hentað bæði eldri borgurum og keppnisfólki segir íþróttafræðingur sem gagnrýnir Crossfit þjálfun landans harðlega. Crossfit þjálfari segir að hægt sé að segja að allar íþróttir séu slæmar fyrir líkamann. 10. september 2012 22:34 "Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Skiptar skoðanir um Crossfit Ólympískar lyftingar geta ekki hentað bæði eldri borgurum og keppnisfólki segir íþróttafræðingur sem gagnrýnir Crossfit þjálfun landans harðlega. Crossfit þjálfari segir að hægt sé að segja að allar íþróttir séu slæmar fyrir líkamann. 10. september 2012 22:34
"Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23