Lífið

Vel heppnaður hjónaskilnaður

Skilnaður Ekki skal rífast fyrir framan börn þegar gengið er í gegnum skilnað, að sögn Rosalind Sedacca, höfundar How Do I Tell the Kids About the Divorce?
nordicphotos/getty
Skilnaður Ekki skal rífast fyrir framan börn þegar gengið er í gegnum skilnað, að sögn Rosalind Sedacca, höfundar How Do I Tell the Kids About the Divorce? nordicphotos/getty
Sambönd Rosalind Sedacca, höfundur bókarinnar How Do I Tell the Kids About the Divorce?, segir mikilvægt að hafa fimm atriði í huga þegar hjón með börn skilja.

Fyrsta atriðið sem Sedacca nefnir er að hvorugt foreldrið skuli tala illa um hitt foreldrið í návist barnanna eða kenna því um skilnaðinn. Þetta skaðar sjálfsmynd barnsins og einnig framtíðarsamband foreldranna.

Sedacca segir einnig mikilvægt að láta börnin ekki um ákvarðanatökur, þau eigi mjög erfitt með að gera upp á milli foreldra sinna og eigi því ekki að vera sett í þá aðstöðu.

Þriðja atriðið sem Sedacca segir mikilvægt er að gera börnunum ljóst að skilnaðurinn sé ekki þeim að kenna og að minna þau á það oft og reglulega.

Annað sem hafa ber í huga er að gera börnin ekki að trúnaðarmanni, þau séu of ung til að takast á við vandamál fullorðinna. Og loks segir Sedacca að aldrei eigi að rífast fyrir framan börnin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×