Lífið

Þjóðþekktir hlaupa maraþon

Tobba Marinós og Björn Bragi Arnarsson eru á meðal þeirra er hlaupa til góðs í dag.
Tobba Marinós og Björn Bragi Arnarsson eru á meðal þeirra er hlaupa til góðs í dag.
Góð þátttaka verður í Reykjavíkurmaraþoninu í dag og mun stór hluti þjóðarinnar reima á sig hlaupaskóna og taka þátt til styrktar ýmsum málefnum. Í gær höfðu safnast hátt í 34 milljónir og láta þekktar persónur sitt ekki eftir liggja.

Jón Gunnar Geirdal markaðsmaður var í fimmta sæti yfir þátttakendur í söfnuninni í gær með 358 þúsund krónur til styrktar Rjóðrinu með tíu kílómetra hlaupi sínu. Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson var ekki langt undan en hann hleypur heilt maraþon í fyrsta sinn á ævinni. Markmið hans var að safna hálfri milljón fyrir Krabbameinsfélagið og ætlaði hann að bæta við hundrað þúsund krónum úr eigin vasa ef takmarkið myndi nást. Í gær höfðu safnast 302 þúsund krónur og átti hann því nokkuð í land. Leikarinn Friðrik Friðriksson hleypur einnig 42 kílómetra og hafði safnað 94 þúsund krónum í gær fyrir Duchenne-samtökin á Íslandi.

Íslenski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Mikael Torfason hleypur öllu styttra eða tíu kílómetra og hafði safnað 94 þúsund krónum fyrir Umhyggju. Ekki má gleyma parinu Þorbjörgu Öldu Marinósdóttur, markaðsstjóra Skjásins, og Karli Sigurðssyni, borgarfulltrúa Besta flokksins. Þorbjörg, betur þekkt sem Tobba Marinós, hafði safnað 21 þúsundi fyrir Stígamót og skákaði kærastanum sem var með 13 þúsund til styrktar Krafti. - hþt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.