Sjónvarpsrásum fjölgað um þrjár hjá Stöð 2 16. ágúst 2012 09:30 Breytingarnar á Stöð 2 leggjast mjög vel í framkvæmdastjórann Pálma Guðmundsson. Miklar breytingar verða gerðar á Stöð 2 frá og með deginum í dag. Þrjár nýjar sjónvarpsstöðvar verða kynntar til leiks. „Þetta eru mjög líklega mestu breytingar sem hafa orðið á Stöð 2 frá upphafi,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365. Frá og með deginum í dag fylgja þrjár nýjar og ólíkar sjónvarpsstöðvar áskrift af Stöð 2, auk þess sem Stöð 2 Bíó verður enn til staðar með óbreyttu sniði. Nýju stöðvarnar eru Popptíví, Stöð 2 Gull, sem býður upp á úrval klassískra sjónvarpsþátta, og Stöð 2 Krakkar þar sem barnaefni verður í gangi alla daga frá morgni til kvölds. Þjónusta Stöð 2 Extra fer aftur á móti yfir í Netfrelsi. Allir munu fá eitthvað við sitt hæfi og að sögn Pálma verður úrvalið mikið. „Gulldagskráin okkar mun líklega höfða til eldri áhorfenda, Popptíví mun þjónusta unglingana og Stöð 2 mun bjóða upp á mjög metnaðarfulla innlenda dagskrárgerð í vetur. Og krökkunum verður einnig sinnt mjög vel á Stöð 2 Krakkar. Svo verðum við með bætt Netfrelsi, sem er sjónvarpsefni eftir pöntun,“ segir Pálmi. Undanfarna mánuði hefur áskrifendum Stöðvar 2 staðið til boða að horfa á alla helstu þætti stöðvarinnar á Netfrelsinu, allt að tvær vikur aftur í tímann. Nú hefur þessi þjónusta verið stóraukin með fjölbreyttara úrvali af nýju og eldra efni í bland. Frumsýndir sjónvarpsþættir á Stöð 2 verða nú aðgengilegir áskrifendum á Netfrelsinu í fjórar vikur. Einnig verða í boði tugir kvikmynda hverju sinni og verður framboðið uppfært reglulega. Um er að ræða nýlegar gæðamyndir sem hægt verður að horfa á í tölvunni, spjaldtölvunni eða farsímanum. Íslenskar þáttaraðir sem sýndar hafa verið á Stöð 2 í gegnum tíðina verða einnig í fyrsta sinn gerðar aðgengilegar áskrifendum á netinu. Aðspurður hvers vegna ráðist er í þessar breytingar núna segir Pálmi: „Við viljum auðvitað vera í fararbroddi þegar kemur að tækninýjungum. Við erum að bregðast við breyttu neyslumynstri áhorfenda. Þeir eru farnir að sækja sér sjónvarp eftir pöntun í stað þess að horfa á svokallaða línulega dagskrá. Þessar breytingar ættu að bæta til muna gæði þjónustu okkar gagnvart áskrifendum okkar og laða til okkar nýja viðskiptavini.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira
Miklar breytingar verða gerðar á Stöð 2 frá og með deginum í dag. Þrjár nýjar sjónvarpsstöðvar verða kynntar til leiks. „Þetta eru mjög líklega mestu breytingar sem hafa orðið á Stöð 2 frá upphafi,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365. Frá og með deginum í dag fylgja þrjár nýjar og ólíkar sjónvarpsstöðvar áskrift af Stöð 2, auk þess sem Stöð 2 Bíó verður enn til staðar með óbreyttu sniði. Nýju stöðvarnar eru Popptíví, Stöð 2 Gull, sem býður upp á úrval klassískra sjónvarpsþátta, og Stöð 2 Krakkar þar sem barnaefni verður í gangi alla daga frá morgni til kvölds. Þjónusta Stöð 2 Extra fer aftur á móti yfir í Netfrelsi. Allir munu fá eitthvað við sitt hæfi og að sögn Pálma verður úrvalið mikið. „Gulldagskráin okkar mun líklega höfða til eldri áhorfenda, Popptíví mun þjónusta unglingana og Stöð 2 mun bjóða upp á mjög metnaðarfulla innlenda dagskrárgerð í vetur. Og krökkunum verður einnig sinnt mjög vel á Stöð 2 Krakkar. Svo verðum við með bætt Netfrelsi, sem er sjónvarpsefni eftir pöntun,“ segir Pálmi. Undanfarna mánuði hefur áskrifendum Stöðvar 2 staðið til boða að horfa á alla helstu þætti stöðvarinnar á Netfrelsinu, allt að tvær vikur aftur í tímann. Nú hefur þessi þjónusta verið stóraukin með fjölbreyttara úrvali af nýju og eldra efni í bland. Frumsýndir sjónvarpsþættir á Stöð 2 verða nú aðgengilegir áskrifendum á Netfrelsinu í fjórar vikur. Einnig verða í boði tugir kvikmynda hverju sinni og verður framboðið uppfært reglulega. Um er að ræða nýlegar gæðamyndir sem hægt verður að horfa á í tölvunni, spjaldtölvunni eða farsímanum. Íslenskar þáttaraðir sem sýndar hafa verið á Stöð 2 í gegnum tíðina verða einnig í fyrsta sinn gerðar aðgengilegar áskrifendum á netinu. Aðspurður hvers vegna ráðist er í þessar breytingar núna segir Pálmi: „Við viljum auðvitað vera í fararbroddi þegar kemur að tækninýjungum. Við erum að bregðast við breyttu neyslumynstri áhorfenda. Þeir eru farnir að sækja sér sjónvarp eftir pöntun í stað þess að horfa á svokallaða línulega dagskrá. Þessar breytingar ættu að bæta til muna gæði þjónustu okkar gagnvart áskrifendum okkar og laða til okkar nýja viðskiptavini.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira