Lífið

Testósterón á kraftasýningu

Jean-Claude Van Damme, Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger leika í The Expendables 2. Hjalti „Úrsus“ Árnason býst við góðri mætingu á fimmtudaginn.
Jean-Claude Van Damme, Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger leika í The Expendables 2. Hjalti „Úrsus“ Árnason býst við góðri mætingu á fimmtudaginn. NOrdicphotos/getty
„Við ætlum að vera með létta testósterónflóðbylgju þarna,“ segir Hjalti „Úrsus“ Árnason. Hann og Svavar Jóhannsson hjá Fitness Sport standa fyrir bekkpressukeppni fyrir gesti hasarmyndarinnar The Expendables 2 á fimmtudaginn fyrir utan Laugarásbíó.

Haldin verður sérstök kraftaforsýning á myndinni, rétt eins og gert var þegar sú fyrri var frumsýnd fyrir tveimur árum. Þá var haldin bekkpressukeppni þar sem dugði að lyfta hundrað kílógrömmum einu sinni til að fá miða á myndina.

Núna þarf aftur á móti tvær lyftur fyrir miðann. „Við erum búnir að hækka standardinn því við áttum ekki von á að nokkur hundruð myndu geta þetta síðast,“ segir Hjalti.

Ketilbjöllur verða einnig á svæðinu og eru þær ætlaðar fyrir kvenþjóðina. Hjalti og Svavar verða mættir fyrir utan Laugarásbíó klukkan 17 en kraftasýningin hefst klukkutíma síðar.

-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.