Lífið

Efnaðasta tískufólkið

Ralph Lauren er í fjórða sæti yfir ríkustu menn innan bandaríska tískubransans.
Ralph Lauren er í fjórða sæti yfir ríkustu menn innan bandaríska tískubransans. nordicphotos/getty
TískaVefsíðan WWD.com birti nýverið lista yfir 67 forstjóra innan bandaríska tískuiðnaðarins sem hafa hvað hæstar tekjur. Efst á listanum er Ron Johnson, forstjóri J.C. Penny-verslunarkeðjunnar, sem þénar um 6,5 milljarða króna á ári.

Michael Jeffries, forstjóri Abercrombie & Fitch, er annar á listanum með 5,8 milljarða króna í árslaun. Í þriðja sæti er Neil Cole, forstjóri Iconix-samsteypunnar, sem á meðal annars verslanirnar Kmart, Sears, Macy‘s og Target, með rúma 4,5 milljarða í árslaun. Næstur er fatahönnuðurinn Ralph Lauren með tæpa 4,3 milljarða króna í laun og í fimmta sæti er Mark Parker, forstjóri Nike, með 4,2 milljarða í laun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.