Lífið

Djúpið heimsfrumsýnd í Toronto

frumsýnir stórmynd Djúpið er sýnd í flokki stórmynda á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Ólafur Darri fer með aðalhlutverk myndarinnar. Fréttablaðið/Anton
frumsýnir stórmynd Djúpið er sýnd í flokki stórmynda á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Ólafur Darri fer með aðalhlutverk myndarinnar. Fréttablaðið/Anton
Djúpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Myndin verður sýnd í flokknum Special Presentations sem heldur utan um stærstu myndir hátíðarinnar eftir kvikmyndagerðarmenn sem eru leiðandi í fagi sínu í heiminum.

Myndin er innblásin af einstöku afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að Hellisey VE sökk sex kílómetra undan Vestmannaeyjum árið 1984. Fjórir vinir Guðlaugs fórust í skipsskaðanum en afrek hans hefur fylgt þjóðinni síðan. Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverk myndarinnar sem verður frumsýnd hér á landi 21. september.

Baltasar Kormákur er nú staddur í New Orleans í Bandaríkjunum þar sem tökur á næstu mynd hans, 2 Guns, fara fram. Mark Wahlberg og Denzel Washington fara með aðalhlutverkin í myndinni sem er væntanleg á næsta ári.- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.