Lífið

Crowe vill ekki athygli

Starfsliðinu í kringum Noah, nýjustu kvikmynd Darrens Aronofsky, var boðið til sérstakrar forsýningar á nýjustu Batman-myndinni, The Dark Knight Rises, í Sambíóunum Egilshöll klukkan fjögur í gær. Fljótlega kvisaðist út að stórstirnin Russell Crowe og Anthony Hopkins mundu láta sjá sig á sýningunni og því biðu ljósmyndarar og myndatökumenn á staðnum þegar fólk mætti á staðinn. Biðin reyndist hins vegar til einskis því að hvorugur mætti og var sú skýring gefin að þeir vildu forðast sviðsljósið.

Crowe vill ekki athygli





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.