Innlent

Grænt ljós frá skipulagsstjóra

Almenningssalernið gæti orðið að listsýningarsal.
Almenningssalernið gæti orðið að listsýningarsal.
Hugmynd um að gera kvennasalernið í Bankastræti núll að sýningarsal fyrir myndlistarmenn mætir ekki fyrirstöðu í borgarkerfinu.

Breytingin var tekin fyrir í gær hjá skipulagsstjóra sem sagðist ekki gera skipulagslegar athugasemdir við málið og vísaði því til umsagnar hjá húsafriðunarnefnd.

Fram hefur komið í Fréttablaðinu að hugmyndin sé komin frá listamönnum sem nefnt hafi málið við starfsmenn framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar sem á Bankastræti núll.

Salernin þar hafa verið lokuð í nokkur ár þar sem aðstaðan þykir ekki uppfylla settar kröfur.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×