Úrslitaleikurinn sem aldrei verður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2012 06:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Þetta voru afar góðir páskar fyrir Manchester United sem sér á ný glitta í tuttugasta Englandsmeistaratitilinn eftir að liðið náði átta stiga forskoti á nágranna sína í Manchester City. Á sama tíma og Manchester United hefur gefið í og unnið átta deildarleiki í röð hafa aðalkeppinautar þeirra aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum. City hefur tapað 10 stigum í þessum leikjum og farið úr því að vera með tveggja stiga forskot í það að vera átta stigum á eftir þegar sex umferðir eru eftir. „Þeir hafa staðið sig ótrúlega vel undanfarna tvo mánuði en í fótbolta geta hlutirnir breyst fljótt. Fyrir tíu dögum vorum við einu stigi á eftir þeim en núna erum við átta stigum á eftir þeim. Hlutirnir geta líka breyst þeim í óhag. Þeir eru augljóslega með meiri reynslu en við en á meðan að það er ekki ómögulegt þá höldum við í vonina," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Sjálfseyðingarhvöt City-manna hefur kristallast kannski í látunum í kringum Mario Balotelli sem gulltryggði sig sem svarta sauðinn í enska boltanum með framkomu sinni á Emirates um helgina. Það tók Martin Atkinson dómara reyndar 88 mínútur að reka hann útaf en Balotelli hefði getað verið búinn að fá nokkur rauð spjöld fyrir þann tíma. Roberto Mancini gekk svo langt að segja að hann vonaðist til að leikmaðurinn sinn yrði dæmdur í langt bann.Mynd/Nordic Photos/GettyÁ sama tíma eru það reynsluboltar eins og Paul Scholes sem eru að stela sviðsljósinu hjá United. Scholes skoraði seinna mark United á móti QPR og United-liðið hefur nú náð í 34 af 36 stigum í þeim leikjum sem hann hefur tekið þátt í í deildinni í vetur. United fékk reyndar vítaspyrnu og rautt spjald á fyrirliða QPR á silfurfati þegar Ashley Young var rangstæður þegar hann fiskaði víti á Shaun Derry. „Liðsandinn og samheldnin skín í gegn hjá okkur," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United og hrósaði Scholes. „Hann er búinn að vera frábær síðan hann kom aftur og hann hefur sýnt það að hann getur þetta ennþá. Hann á mikinn þátt í því sem við höfum gert undanfarnar vikur," sagði Ferguson. Úrslitaleikurinn um titilinn er nú að breytast í leikinn sem ekkert verður úr. Manchester-liðin eiga að mætast á heimavelli City 30. apríl næstkomandi en eftir þann leik verða aðeins tvær umferðir eftir. Með sama áframhaldi lítur út fyrir að United-menn verði orðnir meistarar áður en kemur að þessum leik sem flestir fótboltaáhugamenn sáu í hillingum sem einn af hápunktum tímabilsins. Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Þetta voru afar góðir páskar fyrir Manchester United sem sér á ný glitta í tuttugasta Englandsmeistaratitilinn eftir að liðið náði átta stiga forskoti á nágranna sína í Manchester City. Á sama tíma og Manchester United hefur gefið í og unnið átta deildarleiki í röð hafa aðalkeppinautar þeirra aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum. City hefur tapað 10 stigum í þessum leikjum og farið úr því að vera með tveggja stiga forskot í það að vera átta stigum á eftir þegar sex umferðir eru eftir. „Þeir hafa staðið sig ótrúlega vel undanfarna tvo mánuði en í fótbolta geta hlutirnir breyst fljótt. Fyrir tíu dögum vorum við einu stigi á eftir þeim en núna erum við átta stigum á eftir þeim. Hlutirnir geta líka breyst þeim í óhag. Þeir eru augljóslega með meiri reynslu en við en á meðan að það er ekki ómögulegt þá höldum við í vonina," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Sjálfseyðingarhvöt City-manna hefur kristallast kannski í látunum í kringum Mario Balotelli sem gulltryggði sig sem svarta sauðinn í enska boltanum með framkomu sinni á Emirates um helgina. Það tók Martin Atkinson dómara reyndar 88 mínútur að reka hann útaf en Balotelli hefði getað verið búinn að fá nokkur rauð spjöld fyrir þann tíma. Roberto Mancini gekk svo langt að segja að hann vonaðist til að leikmaðurinn sinn yrði dæmdur í langt bann.Mynd/Nordic Photos/GettyÁ sama tíma eru það reynsluboltar eins og Paul Scholes sem eru að stela sviðsljósinu hjá United. Scholes skoraði seinna mark United á móti QPR og United-liðið hefur nú náð í 34 af 36 stigum í þeim leikjum sem hann hefur tekið þátt í í deildinni í vetur. United fékk reyndar vítaspyrnu og rautt spjald á fyrirliða QPR á silfurfati þegar Ashley Young var rangstæður þegar hann fiskaði víti á Shaun Derry. „Liðsandinn og samheldnin skín í gegn hjá okkur," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United og hrósaði Scholes. „Hann er búinn að vera frábær síðan hann kom aftur og hann hefur sýnt það að hann getur þetta ennþá. Hann á mikinn þátt í því sem við höfum gert undanfarnar vikur," sagði Ferguson. Úrslitaleikurinn um titilinn er nú að breytast í leikinn sem ekkert verður úr. Manchester-liðin eiga að mætast á heimavelli City 30. apríl næstkomandi en eftir þann leik verða aðeins tvær umferðir eftir. Með sama áframhaldi lítur út fyrir að United-menn verði orðnir meistarar áður en kemur að þessum leik sem flestir fótboltaáhugamenn sáu í hillingum sem einn af hápunktum tímabilsins.
Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira