Innlent

Göng undir Hringbraut

Á svokölluðum Norðurljósastíg milli Norræna hússins og miðborgarinnar liggja Regnbogagöngin undir Hringbrautina. Mynd/Landsmótun
Á svokölluðum Norðurljósastíg milli Norræna hússins og miðborgarinnar liggja Regnbogagöngin undir Hringbrautina. Mynd/Landsmótun
Úrslit eru fengin í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Norræna hússins um umhverfi Vatnsmýrarinnar.

„Hugmyndin sem vann þykir vera með framúrskarandi tillögu að tengingu við Hljómskólagarðinn og tjörnina með regnbogagöngum undir Hringbraut þar sem breið tenging gefur bæði mannfólki, fuglum og dýrum að ferðast frítt,“ að því er segir í tilkynningu um lyktir samkeppninnar. Þar kemur líka fram að tillagan sé líka með norðurljósastíg sem myndi menningaröxul „með Hörpu í norður og Háskólann og Norræna húsið í suður.“

Alls bárust í hugmyndasamkeppni borgarinnar, Háskólans og Norræna hússins fjórtán tillögur víðs vegar af Norðurlöndunum.

Vinningstillagan er unnin af arkitektastofunni Landsmótun af þeim Aðalheiði Erlu Kristjánsdóttur, Áslaugu Traustadóttur, Kristbjörgu Traustadóttur og Þórhildi Þórhallsdóttur. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×