Járnkonan Halldóra lýsir Formúlu eitt 23. febrúar 2012 15:00 Halldóra lýsir formúlunni ásamt Rúnari Jónssyni. „Þetta er rosalega spennandi, enda taka sex fyrrverandi heimsmeistarar þátt á þessu keppnistímabili," segir Halldóra Matthíasdóttir en hún, ásamt Rúnari Jónssyni, tekur við sem stjórnandi Formúlunnar á Stöð 2 Sport frá og með vorinu. Þau munu taka við af Gunnlaugi Rögnvaldssyni sem hefur séð um Formúluna hjá 365 síðan árið 2008. Halldóra verður Rúnari til halds og trausts í lýsingum á keppnum og í tímatökum. Hún er þó ekki alveg blaut á bak við eyrun þegar kemur að dagskrárgerð í Formúlunni. „Ég hef áður verið í tveimur þáttum sem kallast Við rásmarkið og Við endamarkið og hef verið að aðstoða við klippingar og tölfræði síðustu tvö ár," segir hún. Halldóra hefur sjálf aldrei keppt í akstursíþróttum en hún er áhugamanneskja um mótorhjól. Hún segir áhuga sinn á Formúlunni hafi kviknað sumarið 1998. „Þá var ég í Hamburg að fylgjast með keppni, en þar voru Schumacher og Häkkinen að berjast um heimsmeistaratitilinn." Halldóra hefur í nægu að snúast og þykir leitt að missa af keppni. „Ég er að fara að taka þátt í Parísarmaraþoni þann 15. apríl og þá missi ég af keppni í Sjanghæ í Kína." Halldóra er mikil íþróttamanneskja og er nú að undirbúa sig undir þátttöku í hálfum Járnkarli sem fer fram þann 22. júlí. „Ég hef aldrei tekið þátt áður þannig að ég er á fullu að synda, hjóla og hlaupa til að undirbúa mig. Ég æfi með Þríþrautarfélagi Ægis í sundi og hleyp með hlaupahópnum Bíddu aðeins," segir Halldóra. Formúlan hefst að nýju í mars og allar keppnir ársins verða sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í opinni dagskrá. Lífið Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
„Þetta er rosalega spennandi, enda taka sex fyrrverandi heimsmeistarar þátt á þessu keppnistímabili," segir Halldóra Matthíasdóttir en hún, ásamt Rúnari Jónssyni, tekur við sem stjórnandi Formúlunnar á Stöð 2 Sport frá og með vorinu. Þau munu taka við af Gunnlaugi Rögnvaldssyni sem hefur séð um Formúluna hjá 365 síðan árið 2008. Halldóra verður Rúnari til halds og trausts í lýsingum á keppnum og í tímatökum. Hún er þó ekki alveg blaut á bak við eyrun þegar kemur að dagskrárgerð í Formúlunni. „Ég hef áður verið í tveimur þáttum sem kallast Við rásmarkið og Við endamarkið og hef verið að aðstoða við klippingar og tölfræði síðustu tvö ár," segir hún. Halldóra hefur sjálf aldrei keppt í akstursíþróttum en hún er áhugamanneskja um mótorhjól. Hún segir áhuga sinn á Formúlunni hafi kviknað sumarið 1998. „Þá var ég í Hamburg að fylgjast með keppni, en þar voru Schumacher og Häkkinen að berjast um heimsmeistaratitilinn." Halldóra hefur í nægu að snúast og þykir leitt að missa af keppni. „Ég er að fara að taka þátt í Parísarmaraþoni þann 15. apríl og þá missi ég af keppni í Sjanghæ í Kína." Halldóra er mikil íþróttamanneskja og er nú að undirbúa sig undir þátttöku í hálfum Járnkarli sem fer fram þann 22. júlí. „Ég hef aldrei tekið þátt áður þannig að ég er á fullu að synda, hjóla og hlaupa til að undirbúa mig. Ég æfi með Þríþrautarfélagi Ægis í sundi og hleyp með hlaupahópnum Bíddu aðeins," segir Halldóra. Formúlan hefst að nýju í mars og allar keppnir ársins verða sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í opinni dagskrá.
Lífið Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira