Leikstjórinn Ridley Scott vill taka upp framhald myndarinnar Prometheus, þrátt fyrir að enn eigi eftir að frumsýna fyrstu myndina sem var að hluta til tekin upp hérlendis síðasta sumar.
„Það var svo rosalega gaman að snúa aftur í vísindaskáldskapinn að mig langaði að snúa mér aftur í Blade Runner,“ sagði Ridley, sem sendi frá sér Blade Runner árið 1982. „Ég er líka að hugsa um hvernig ég gæti mögulega búið til Prometheus 2.“ Meðal leikara í Prometheus eru Noomi Rapace, Charlize Theron og Patrick Wilson.
Framhald af Prometheus

Mest lesið



Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun


Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni




