Vel heppnaðir Reykjavíkurleikar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2012 06:30 Ungir dansarar í keppni á Reykjavíkurleikunum í gær. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurleikarnir fóru fram í fimmta sinn nú um helgina og tókst framkvæmdin vel. Tvö þúsund íslenskir keppendur tóku þátt og 400 erlendir keppendur frá 20 löndum. Samtals var keppt í sextán keppnisgreinum en þrjár nýjar greinar voru á leikunum í ár. „Það er búið að ganga ótrúlega vel og menn á öllum stöðum eru mjög sáttir við sitt," sagði Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, við Fréttablaðið í gærkvöldi en þá var í þann mund að hefjast lokahóf leikanna í Laugardalshöllinni. „Það var metfjöldi þátttakenda í ár og þrjár nýjar greinar; þríþraut, ólympískar lyftingar og skvass. Frábær árangur náðist í öllum greinum enda sterkir keppendur sem tóku þátt." Fjöldamörg Íslandsmet voru slegin um helgina í mörgum greinum. „Það voru slegin met í öllum greinum þar sem það var hægt," sagði Anna Lilja en til að mynda voru ellefu Íslandsmet sett í ólympískum lyftingum og tólf í sundi fatlaðra. Þá voru átta mótsmet slegin í frjálsum íþróttum og tvö Íslandsmet, þar af eitt í flokki fullorðinna. Það gerði Aníta Hinriksdóttir er hún sló 35 ára gamalt met Lilju Guðmundsdóttur í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:05,96 mínútum. Aníta er aðeins fimmtán ára gömul og ljóst að hún á framtíðina fyrir sér. Anna Lilja segir að Reykjavíkurleikarnir séu löngu búnir að festa sig í sessi. „Það eru sífellt fleiri sem vilja komast að og ekki ólíklegt að greinum verði fjölgað á næstu árum. Það er greinilegt að það þykir spennandi að fá að taka þátt í svo vel heppnuðu móti." Íþróttir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Reykjavíkurleikarnir fóru fram í fimmta sinn nú um helgina og tókst framkvæmdin vel. Tvö þúsund íslenskir keppendur tóku þátt og 400 erlendir keppendur frá 20 löndum. Samtals var keppt í sextán keppnisgreinum en þrjár nýjar greinar voru á leikunum í ár. „Það er búið að ganga ótrúlega vel og menn á öllum stöðum eru mjög sáttir við sitt," sagði Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, við Fréttablaðið í gærkvöldi en þá var í þann mund að hefjast lokahóf leikanna í Laugardalshöllinni. „Það var metfjöldi þátttakenda í ár og þrjár nýjar greinar; þríþraut, ólympískar lyftingar og skvass. Frábær árangur náðist í öllum greinum enda sterkir keppendur sem tóku þátt." Fjöldamörg Íslandsmet voru slegin um helgina í mörgum greinum. „Það voru slegin met í öllum greinum þar sem það var hægt," sagði Anna Lilja en til að mynda voru ellefu Íslandsmet sett í ólympískum lyftingum og tólf í sundi fatlaðra. Þá voru átta mótsmet slegin í frjálsum íþróttum og tvö Íslandsmet, þar af eitt í flokki fullorðinna. Það gerði Aníta Hinriksdóttir er hún sló 35 ára gamalt met Lilju Guðmundsdóttur í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:05,96 mínútum. Aníta er aðeins fimmtán ára gömul og ljóst að hún á framtíðina fyrir sér. Anna Lilja segir að Reykjavíkurleikarnir séu löngu búnir að festa sig í sessi. „Það eru sífellt fleiri sem vilja komast að og ekki ólíklegt að greinum verði fjölgað á næstu árum. Það er greinilegt að það þykir spennandi að fá að taka þátt í svo vel heppnuðu móti."
Íþróttir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira