Úrslitaleikurinn sem aldrei verður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2012 06:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Þetta voru afar góðir páskar fyrir Manchester United sem sér á ný glitta í tuttugasta Englandsmeistaratitilinn eftir að liðið náði átta stiga forskoti á nágranna sína í Manchester City. Á sama tíma og Manchester United hefur gefið í og unnið átta deildarleiki í röð hafa aðalkeppinautar þeirra aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum. City hefur tapað 10 stigum í þessum leikjum og farið úr því að vera með tveggja stiga forskot í það að vera átta stigum á eftir þegar sex umferðir eru eftir. „Þeir hafa staðið sig ótrúlega vel undanfarna tvo mánuði en í fótbolta geta hlutirnir breyst fljótt. Fyrir tíu dögum vorum við einu stigi á eftir þeim en núna erum við átta stigum á eftir þeim. Hlutirnir geta líka breyst þeim í óhag. Þeir eru augljóslega með meiri reynslu en við en á meðan að það er ekki ómögulegt þá höldum við í vonina," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Sjálfseyðingarhvöt City-manna hefur kristallast kannski í látunum í kringum Mario Balotelli sem gulltryggði sig sem svarta sauðinn í enska boltanum með framkomu sinni á Emirates um helgina. Það tók Martin Atkinson dómara reyndar 88 mínútur að reka hann útaf en Balotelli hefði getað verið búinn að fá nokkur rauð spjöld fyrir þann tíma. Roberto Mancini gekk svo langt að segja að hann vonaðist til að leikmaðurinn sinn yrði dæmdur í langt bann.Mynd/Nordic Photos/GettyÁ sama tíma eru það reynsluboltar eins og Paul Scholes sem eru að stela sviðsljósinu hjá United. Scholes skoraði seinna mark United á móti QPR og United-liðið hefur nú náð í 34 af 36 stigum í þeim leikjum sem hann hefur tekið þátt í í deildinni í vetur. United fékk reyndar vítaspyrnu og rautt spjald á fyrirliða QPR á silfurfati þegar Ashley Young var rangstæður þegar hann fiskaði víti á Shaun Derry. „Liðsandinn og samheldnin skín í gegn hjá okkur," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United og hrósaði Scholes. „Hann er búinn að vera frábær síðan hann kom aftur og hann hefur sýnt það að hann getur þetta ennþá. Hann á mikinn þátt í því sem við höfum gert undanfarnar vikur," sagði Ferguson. Úrslitaleikurinn um titilinn er nú að breytast í leikinn sem ekkert verður úr. Manchester-liðin eiga að mætast á heimavelli City 30. apríl næstkomandi en eftir þann leik verða aðeins tvær umferðir eftir. Með sama áframhaldi lítur út fyrir að United-menn verði orðnir meistarar áður en kemur að þessum leik sem flestir fótboltaáhugamenn sáu í hillingum sem einn af hápunktum tímabilsins. Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira
Þetta voru afar góðir páskar fyrir Manchester United sem sér á ný glitta í tuttugasta Englandsmeistaratitilinn eftir að liðið náði átta stiga forskoti á nágranna sína í Manchester City. Á sama tíma og Manchester United hefur gefið í og unnið átta deildarleiki í röð hafa aðalkeppinautar þeirra aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum. City hefur tapað 10 stigum í þessum leikjum og farið úr því að vera með tveggja stiga forskot í það að vera átta stigum á eftir þegar sex umferðir eru eftir. „Þeir hafa staðið sig ótrúlega vel undanfarna tvo mánuði en í fótbolta geta hlutirnir breyst fljótt. Fyrir tíu dögum vorum við einu stigi á eftir þeim en núna erum við átta stigum á eftir þeim. Hlutirnir geta líka breyst þeim í óhag. Þeir eru augljóslega með meiri reynslu en við en á meðan að það er ekki ómögulegt þá höldum við í vonina," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Sjálfseyðingarhvöt City-manna hefur kristallast kannski í látunum í kringum Mario Balotelli sem gulltryggði sig sem svarta sauðinn í enska boltanum með framkomu sinni á Emirates um helgina. Það tók Martin Atkinson dómara reyndar 88 mínútur að reka hann útaf en Balotelli hefði getað verið búinn að fá nokkur rauð spjöld fyrir þann tíma. Roberto Mancini gekk svo langt að segja að hann vonaðist til að leikmaðurinn sinn yrði dæmdur í langt bann.Mynd/Nordic Photos/GettyÁ sama tíma eru það reynsluboltar eins og Paul Scholes sem eru að stela sviðsljósinu hjá United. Scholes skoraði seinna mark United á móti QPR og United-liðið hefur nú náð í 34 af 36 stigum í þeim leikjum sem hann hefur tekið þátt í í deildinni í vetur. United fékk reyndar vítaspyrnu og rautt spjald á fyrirliða QPR á silfurfati þegar Ashley Young var rangstæður þegar hann fiskaði víti á Shaun Derry. „Liðsandinn og samheldnin skín í gegn hjá okkur," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United og hrósaði Scholes. „Hann er búinn að vera frábær síðan hann kom aftur og hann hefur sýnt það að hann getur þetta ennþá. Hann á mikinn þátt í því sem við höfum gert undanfarnar vikur," sagði Ferguson. Úrslitaleikurinn um titilinn er nú að breytast í leikinn sem ekkert verður úr. Manchester-liðin eiga að mætast á heimavelli City 30. apríl næstkomandi en eftir þann leik verða aðeins tvær umferðir eftir. Með sama áframhaldi lítur út fyrir að United-menn verði orðnir meistarar áður en kemur að þessum leik sem flestir fótboltaáhugamenn sáu í hillingum sem einn af hápunktum tímabilsins.
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira