Enski boltinn

Grétar Rafn: Fallbaráttan ræðst á síðasta degi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton.
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images
Grétar Rafn Steinsson, leikmaður Bolton, er í viðtali á heimasíðu félagsins og segir að líklega muni fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni ekki ráðast fyrr en á lokadegi tímabilsins.

Bolton tapaði fyrir Newcastle í gær, 2-0, en Hatem Ben Arfa skoraði glæsilegt mark í leiknum sem má sjá hér fyrir ofan.

„Fyrri hálfleikur var jafn og við byrjuðum seinni hálfleikinn vel," sagði Grétar Rafn. „Við fengum þrjú færi sem okkur tókst ekki að nýta. Þegar það gerist verður manni refsað."

„Markið sem Ben Arfa skoraði lýsir vel hæfileikum hans. En okkur fannst lélegt að fá þetta mark á okkur. Seinna markið var svo rangstæða því Cisse var fyrir framan mig allan tímann. En við skoruðum heldur ekki mark í leiknum þannig að það skipti ekki öllu máli," sagði Grétar Rafn.

„Hver er sinnar gæfu smiður. Það er vont að nýta ekki færin sín og það var saga leiksins. Við settum um 20 fyrirgjafir inn í teiginn og við þurfum að nýta þær betur til að vinna leiki."

Bolton mætir næst Swansea í ensku úrvalsdeildnini þann 21. apríl og fá því leikmenn Bolton nokkra daga til að vinna í sínum málum. „Það eru sex afar mikilvægir leiir eftir. Ég tel að þetta muni allt saman ráðast á lokadegi tímabilsins. Við þurfum að vera grimmari til að taka þau stig sem í boði eru."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×