Fótbolti

Fóru aðra leið en ÍA á sínum tíma | Gáfu andstæðingi mark

Eitt eftirminnilegasta atvik síðari ára í íslenska boltanum er þegar Bjarni Guðjónsson skoraði "óviljandi" mark gegn Keflavík. Hann átti þá að gefa boltann til baka á Keflvíkinga en skot hans hafnaði í markinu.

Keflvíkingar trylltust við atvikið og kröfðust þess að fá mark til baka. Því neitaði Guðjón Þórðarson, þáverandi þjálfari ÍA, við litla hrifningu Keflavíkurliðsins.

Mjög svipað atvik átti sér stað í Tyrklandi á dögunum og ólíkt því sem Skagamenn gerðu á sínum tíma þá skipaði þjálfari liðsins sínum mönnum að skora sjálfsmark eftir að hans lið hafði óviljandi skorað mark. Reyndar á markvörðurinn ansi mikla sök á þessu marki.

Það reyndar gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig, eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan, en hafðist á endanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×