Fótbolti

Zlatan gat lítið æft í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Zlatan Ibrahimovic tók lítinn þátt í æfingu sænska landsliðsins í Kænugarði í Úkraínu í dag. Fulltrúar liðsins segja hins vegar að hann verði klár fyrir leikinn gegn Englandi á föstudaginn.

Zlatan mætti á æfinguna, sem var opin stuðningsmönnum, með bundið um vinstra lærið. Hann hitaði upp með liðinu en hvíldi svo á meðan að Erik Hamren, landsliðsþjálfari, stillti upp í leik.

„Það er engin hætta á því að hann missi af leiknum á föstudaginn," sagði fjömiðlafulltrúi liðsins við sænska fjölmiðla í dag. „Hann fékk högg á lærið í leiknum gegn Úkraínu sem skýrir umbúðirnar. Hann mun fá meðhöndlun síðar í dag."

„En þar sem æfingin var opin vildum við að hann myndi taka þátt, þó ekki nema að litlum hluta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×