Menn taka því misvel að vera teknir af velli í fótbolta. Þeir eru þó fáir sem verða eins ósáttir og Giovanna Narvaez varð er hann var tekinn af velli í leik í Síle.
Hann var tekinn af velli eftir rúmlega hálftímaleik í toppslag. Hann var búinn að vera arfaslakur.
Narvaez var ekki til í að viðurkenna það. Hann byrjaði á því að fara úr treyjunni og sparka í hana. Fyrir það fékk hann að líta rauða spjaldið.
Hann var þó ekki hættur og lét mann og annan heyra það áður en hann braut auglýsingaskilti.
Uppákomuna má sjá á myndbandinu hér að ofan.

