Fótbolti

Capello: Enska knattspyrnusambandið móðgaði mig

Fabio Capello.
Fabio Capello.
Ítalinn Fabio Capello er allt annað en sáttur við enska knattspyrnusambandið en hann sagði starfi sínu sem landsliðsþjálfari Englands lausu eftir hitafund í kvöld.

Capello var alls ekki sáttur við að enska knattspyrnusambandið skildi þvinga það í gegn að fyrirliðabandið væri tekið af John Terry sem er sakaður um kynþáttafordóma.

"Sambandið móðgaði mig og gróf undan mínu starfi með því að taka þessa ákvörðun," sagði Capello við italpress í kvöld en átökin um fyrirliðabandið urðu þess valdandi að Capello hætti.

"Fyrir mér eru mnn saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Í þessu máli með Terry þá ofbauð mér framkoma sambandsins og með því að grafa undan mínu yfirvaldi var búið að skapa vandræði fyrir hópinn.

"Ég hef aldrei sætt mig við að menn skipti sér af mínu starfi og þar af leiðandi var þessi ákvörðun auðveld fyrir mig."


Tengdar fréttir

Capello hættur sem landsliðsþjálfari Englands

Enska knattspyrnusambandið staðfesti í kvöld í Fabio Capello væri hættur sem landsliðsþjálfari Englands. Capello sagði af sér eftir fund með forráðamönnum enska sambandsins áðan.

Capello kallaður á teppið

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, mun í dag fara á fund forráðamanna enska knattspyrnusambandsins vegna deilunnar um John Terry og fyrirliðastöðu enska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×