Lífið

Innipúkinn tíu ára

Hljómsveitin Mammút.
Hljómsveitin Mammút.
Árið 2002 varð bylting í reykvísku skemmtanalífi. Allar verslunarmannahelgar árin á undan hafði bærinn verið nær tómur af fólki, skemmtanalífið var frekar máttlaust fyrir þær örfáu hræður sem ekki fannst kræsilegt að velkjast um í tjaldi þessa helgi og því ákváðu Hljómsveit Dr. Gunna og hljómsveitin Rúnk að efna til skemmtidagskrár í Iðnó undir nafninu Innipúkinn.

Nú um helgina verður Innipúkinn haldinn í tíunda sinn og er því nokkuð ljóst að það verður ólgandi stemmning í bænum um komandi verslunarmannahelgi líkt og allar verslunarmannahelgar síðan 2002.

Miðasalan er í fullum gangi á Midi.is, Brim Kringlunni og Brim Laugavegi. Aðgöngumiðum fæst skipt í armbönd (hátíðararmbönd fyrir alla hátíðina og kvöldarmbönd fyrir hvert kvöld) í afgreiðslu Iðnó alla daga hátíðarinnar.





DAGSKRÁ INNIPÚKANS 2012:



Fimmtudagur 2. ágúst

KEX

20:00 - 23:00

- Borko og Prinspóló leika tónlist

- Armbönd afhend

- Hressileg hressing

IÐNÓ

21:00 - Dr. Gunni

22:00 - Kiriyama Family

23:00 - Borko

23:50 - Auxpan

00:10 - Jónas Sigurðsson

01:00 - Prins póló

02:00 - Mammút

Föstudagur 3. ágúst

KEX

16:00 - 23:00

- Mammút og Dr. Gunni leika tónlist

- Armbönd ahent

- Almenn eftirvænting

IÐNÓ

21:00 - Dr. Gunni

22:00 - Kiriyama Family

23:00 - Borko

23:50 - Auxpan

00:10 - Jónas Sigurðsson

01:00 - Prins póló

02:00 - Mammút

Laugardagur 4. ágúst


KEX

16:00 - 23:00

- Coctail Zeit

- Pop Quiz

- Moses Hightower

IÐNÓ

21:00 - Just another snake cult

22:00 - Ásgeir Trausti

23:00 - Lay Low

23:50 - Gísli Einarsson

00:10 - Moses Hightower

01:00 - Þú og ég

02:00 - Tilbury

Sunnudagur 5. ágúst

KEX

16:00 - 23:00

- Þynnkumatur að hætti Kex

- DJ Gentelow (BE) leikur þynnkuvæna tónlist

- Ásgeir Trausti tekur lagið

21:00 - Gang Related

22:00 - Sudden Weather Change

23:00 - Muck

23:50 - Shivering Man

00:10 - Ojba Rasta

01:00 - Úlfur Úlfur

02:00 - Oculus






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.