Öskubuskusigur Sambíu eftir vítaspyrnukeppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2012 22:39 Leikmenn Sambíu fagna sigrinum í kvöld. Nordic Photos / AFP Sambía er Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fílabeinsströndinni í vítaspyrnukeppni að loknu markalausu jafntefli í úrslitaleiknum í Gabon. Gervinho og Kolo Toure tókst ekki að skora úr sínum spyrnum. Átján spyrnur þurfti til þess að ná fram úrslitum. Bæði lið skoruðu úr fyrstu sjö spyrnum sínum en þá varði Mweene, markvörður Sambíu, spyrnu Kolo Toure. Sambíumenn gátu tryggt sér sigur en Kalaba skaut himinhátt yfir mark Fílabeinstrandarinnar. Næstur á punktinn var Gervinho, leikmaður Arsenal, sem hitti ekki markið. Hinn 22 ára Stophira Sunzu, leikmaður TP Mazembe í Kongó (einmitt), tryggði Sambíu ótrúlegan sigur á stjörnu prýddu liði Fílabeinsstrandarinnar. Til marks um styrk Fílabeinsstrandarinnar var Emmanuel Eboue, leikmaður Galatasaray, geymdur á bekknum. Úrslitaleikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigur. Besta færið fékk Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sem skaut yfir úr vítaspyrnu á 70. mínútu. Sigur Sambíu er bæði óvæntur en bindur einnig enda á ótrúlegt öskubuskuævintýri. Tæp nítján ár eru liðin síðan stærstur hluti landsliðs Sambíu lét lífið í flugslysi undan ströndum Gabon á vormánuðum 1993. Um gullaldarlið Sambíu var að ræða sem mikils var vænst af. Skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, Kalusha Bwalya, var ekki um borð í vélinni sökum skuldbindinga við félagslið sitt PSV Eindhoven. Mikil vinna hefur farið í að byggja upp nýtt landslið í Sambíu en Bwalya gegnir einmitt stöðu forseta knattspyrnusambandsins þar í landi. Það er sannarlega magnað að Sambía hafi farið alla leið í Afríkukeppninni og tryggt sér sigur einmitt í Gabon, nítján árum eftir flugslysið hörmulega. Fílabeinsströndin hefur ekki unnið sigur í keppninni síðan árið 1992 þegar liðið hafði betur eftir vítaspyrnukeppni gegn Gana. Liðið beið lægri hlut gegn Egyptum árið 2006 einnig eftir vítaspyrnukeppni. Fótbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Sjá meira
Sambía er Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fílabeinsströndinni í vítaspyrnukeppni að loknu markalausu jafntefli í úrslitaleiknum í Gabon. Gervinho og Kolo Toure tókst ekki að skora úr sínum spyrnum. Átján spyrnur þurfti til þess að ná fram úrslitum. Bæði lið skoruðu úr fyrstu sjö spyrnum sínum en þá varði Mweene, markvörður Sambíu, spyrnu Kolo Toure. Sambíumenn gátu tryggt sér sigur en Kalaba skaut himinhátt yfir mark Fílabeinstrandarinnar. Næstur á punktinn var Gervinho, leikmaður Arsenal, sem hitti ekki markið. Hinn 22 ára Stophira Sunzu, leikmaður TP Mazembe í Kongó (einmitt), tryggði Sambíu ótrúlegan sigur á stjörnu prýddu liði Fílabeinsstrandarinnar. Til marks um styrk Fílabeinsstrandarinnar var Emmanuel Eboue, leikmaður Galatasaray, geymdur á bekknum. Úrslitaleikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigur. Besta færið fékk Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sem skaut yfir úr vítaspyrnu á 70. mínútu. Sigur Sambíu er bæði óvæntur en bindur einnig enda á ótrúlegt öskubuskuævintýri. Tæp nítján ár eru liðin síðan stærstur hluti landsliðs Sambíu lét lífið í flugslysi undan ströndum Gabon á vormánuðum 1993. Um gullaldarlið Sambíu var að ræða sem mikils var vænst af. Skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, Kalusha Bwalya, var ekki um borð í vélinni sökum skuldbindinga við félagslið sitt PSV Eindhoven. Mikil vinna hefur farið í að byggja upp nýtt landslið í Sambíu en Bwalya gegnir einmitt stöðu forseta knattspyrnusambandsins þar í landi. Það er sannarlega magnað að Sambía hafi farið alla leið í Afríkukeppninni og tryggt sér sigur einmitt í Gabon, nítján árum eftir flugslysið hörmulega. Fílabeinsströndin hefur ekki unnið sigur í keppninni síðan árið 1992 þegar liðið hafði betur eftir vítaspyrnukeppni gegn Gana. Liðið beið lægri hlut gegn Egyptum árið 2006 einnig eftir vítaspyrnukeppni.
Fótbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Sjá meira