Innlent

Kalla eftir endurskoðun á lögum og reglugerð um köfun á Íslandi

Sportkafarafélag Íslands kallar eftir ábyrgri afstöðu ráðamanna og skorar á Siglingastofnun og innanríkisráðuneytið að endurskoða lög og reglugerð um köfun í samstarfi við þá aðila sem hafa köfun að atvinnu. Þetta kemur fram í grein eftir köfunarkennarann Önnu Maríu Einarsdóttur og kafarans Þórs H. Ásgeirssonar.

Sportköfun er eitt þeirra áhugamála sem er í verulegum vexti í heiminum. Þessi vöxtur endurspeglast í ferðamannaiðnaðinum hér á landi, en mikil aukning hefur verið í köfunartengdri ferðaþjónustu. Nú eru um níu fyrirtæki sem hafa tekjur að hluta til eða í heild af slíkri starfsemi. Sá köfunarstaður sem laðar hvað flesta ferðamenn að er Silfra á Þingvöllum, en þangað koma að jafnaði um 10-15 þúsund ferðamenn til að kafa á ári.

Þar hafa einnig orðið tvö alvarleg slys, í annað skiptið var banaslys.Þau lög og reglugerð sem gilda um atvinnuköfun, taka nær einungis mið af köfun sem tengist iðnaði eða björgun verðmæta úr sjó fyrir lögaðila að sögn Önnu og Þórs. Má því segja að lögin og reglugerðin séu í raun barn síns tíma, þar sem ekki var gert ráð fyrir að aðrir kafarar en hinir svokölluðu iðnaðarkafarar fengju greitt fyrir störf sín.

Þannig kalla þau eftir því að það verði sett lög um hámarksfjölda kafara á hvern leiðsögukafara í köfunarferðum og eins þarf að tryggja að leiðsögukafarar haldi þekkingu og færni sinni við og séu ávallt þjálfaðir til að bregðast við þeim aðstæðum sem koma upp hverju sinni.

Hægt er að lesa grein þeirra í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Köfun og öryggi

Sportköfun er eitt þeirra áhugamála sem er í verulegum vexti í heiminum. Þessi vöxtur endurspeglast í ferðamannaiðnaðinum hér á landi, en mikil aukning hefur verið í köfunartengdri ferðaþjónustu. Nú eru um níu fyrirtæki sem hafa tekjur að hluta til eða í heild af slíkri starfsemi. Sá köfunarstaður sem laðar hvað flesta ferðamenn að er Silfra á Þingvöllum, en þangað koma að jafnaði um 10-15 þúsund ferðamenn til að kafa á ári. Ferðaþjónustuaðilar hafa verið duglegir að markaðssetja Silfru og hafa myndir birst af þeim undraheimi sem Silfra býr yfir í helstu köfunartímaritum heims. Markaðssetningin hefur borið góðan árangur og er Silfra talin vera einn af tíu áhugaverðustu ferskvatnsköfunarstöðum í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×