Leikurinn sem allir óttast Kjartan Guðmundsson skrifar 28. janúar 2012 09:00 Luis Suárez og Patrice Evra í leiknum afdrifaríka í október. Í kjölfarið var sá fyrrnefndi dæmdur í átta leikja bann. Mynd/AFP Við vinnum náið með báðum félögum, lögreglunni í Manchester og stuðningsmannasamtökunum í aðdraganda leiksins, meðan á honum stendur og að honum loknum. Ef athygli okkar verður vakin á óviðeigandi ummælum eða hegðun meðal áhorfenda verður tekið á því af festu," segir í yfirlýsingu sem lögreglan á Merseyside-svæðinu, varnarþingi Liverpool, sendi frá sér í vikunni vegna viðureignar Liverpool og erkifjendanna í Manchester United í ensku bikarkeppninni sem fram fer í dag. Leikir þessara tveggja sigursælustu liða í sögu enskrar knattspyrnu hafa áratugum saman verið þrungnir spennu. Utanaðkomandi aðstæður valda því þó að margir hræðast óvenju mikið að upp úr sjóði milli aðdáenda liðanna tveggja í dag með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Yfirlýsing Merseyside-lögreglunnar ber þessum titringi berlega vitni. Suárez dæmdur í bannForsagan er sú að 20. desember síðastliðinn var Luis Suárez, framherji Liverpool frá Úrúgvæ, dæmdur í átta leikja bann og 40.000 punda sekt af enska knattspyrnusambandinu fyrir að viðhafa móðgandi orðbragð í garð Patrice Evra, hins franska varnarmanns Manchester United, í leik liðanna í ensku deildinni á Anfield, heimavelli Liverpool, í október. Eftir leikinn kærði Evra Suárez fyrir að hafa beitt sig kynþáttaníði. Suárez neitaði ásökununum og bæði félögin studdu sína leikmenn í hvívetna. Knattspyrnusambandið skipaði nefnd sem gerði rannsókn á atvikinu og voru niðurstöður hennar, sem birtar voru í 115 síðna langri skýrslu, á þá leið að Suárez hefði gerst brotlegur við reglur sambandsins. Í grófum dráttum gekk vörn Suárez út á að orðið negro, sem Suárez var dæmdur fyrir að nota um Evra, gæti haft allt aðra og jákvæðari merkingu í Suður-Ameríku en í Evrópu. Þessu hafnaði rannsóknarnefndin og tók jafnframt fram að Frakkinn hefði verið áreiðanlegt vitni, öfugt við Úrúgvæjann. Stjórnendur Liverpool ákváðu að áfrýja ekki úrskurði nefndarinnar en ítrekuðu trú sína á sakleysi Suárez og héldu því fram að í raun og veru hefði ekkert saknæmt sannast á leikmanninn. Í sama streng tóku ýmsir sem rýndu í skýrsluna og sögðu hana einungis réttlætingu á fyrirframgefinni niðurstöðu. Aðrir fögnuðu banninu á Suárez og sögðu það lið í þeirri viðleitni að losa knattspyrnuna við allt sem flokkast getur undir kynþáttaníð fyrir fullt og allt. Umtal í kringum LiverpoolTom Adeyemi.Mynd/AFPSjálft bannið á Suárez er þó einungis hluti af titringnum sem einkennt hefur atburðarásina. Skömmu áður en dómurinn á hendur Suárez féll hituðu leikmenn Liverpool upp fyrir deildarleik gegn Wigan í stuttermabolum með mynd af leikmanninum á, til að sýna honum stuðning. Meðal þeirra sem klæddust téðum stuttermabolum var Glen Johnson, þeldökkur varnarmaður liðsins, og hlaut hann bágt fyrir hjá mörgum vegna þessa. Sjálfur sagðist Johnson hafa sínar ástæður fyrir því að styðja Suárez, en þetta uppátæki leikmannanna mæltist víða illa fyrir og ekki síst hjá bresku pressunni. Ekki skánaði svo umtalið í kringum Liverpool eftir bikarleik gegn Oldham í byrjun janúar. Þá brast Tom Adeyemi, hinn tvítugi miðjumaður Oldham, í grát eftir að svo virtist sem einn áhorfandi eða fleiri í Liverpool-stúkunni hefðu verið með kynþáttafordóma gagnvart leikmanninum. Einn var handtekinn vegna málsins, en það mun enn vera í rannsókn. Allt á suðupunktiÞegar rígurinn milli stuðningsfólks félaganna tveggja er tekinn með í reikninginn verður því að teljast ansi líklegt að allt verði á suðupunkti í leiknum í dag. Þá bætist við sú staðreynd að stuðningsmenn síðarnefnda liðsins verða rúmlega helmingi fleiri á Anfield en vanalegt er vegna reglna ensku bikarkeppninnar, sem eykur líkurnar á vandræðum talsvert. Luis Suárez er enn í leikbanni en Patrice Evra mun vera leikfær og líklegur til að vera í byrjunarliðinu. Forsvarsmenn Liverpool og Manchester United hafa fundað sín á milli og biðlað til aðdáenda sinna að sýna stillingu. Knattspyrnunnar vegna hljóta vonir allra að standa til þess að þeim verði að ósk sinni. Tengdar fréttir Allra augu beinast að þessum leik Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag. 28. janúar 2012 10:00 Fæstir að hugsa um fótboltann Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool. 28. janúar 2012 10:30 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Við vinnum náið með báðum félögum, lögreglunni í Manchester og stuðningsmannasamtökunum í aðdraganda leiksins, meðan á honum stendur og að honum loknum. Ef athygli okkar verður vakin á óviðeigandi ummælum eða hegðun meðal áhorfenda verður tekið á því af festu," segir í yfirlýsingu sem lögreglan á Merseyside-svæðinu, varnarþingi Liverpool, sendi frá sér í vikunni vegna viðureignar Liverpool og erkifjendanna í Manchester United í ensku bikarkeppninni sem fram fer í dag. Leikir þessara tveggja sigursælustu liða í sögu enskrar knattspyrnu hafa áratugum saman verið þrungnir spennu. Utanaðkomandi aðstæður valda því þó að margir hræðast óvenju mikið að upp úr sjóði milli aðdáenda liðanna tveggja í dag með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Yfirlýsing Merseyside-lögreglunnar ber þessum titringi berlega vitni. Suárez dæmdur í bannForsagan er sú að 20. desember síðastliðinn var Luis Suárez, framherji Liverpool frá Úrúgvæ, dæmdur í átta leikja bann og 40.000 punda sekt af enska knattspyrnusambandinu fyrir að viðhafa móðgandi orðbragð í garð Patrice Evra, hins franska varnarmanns Manchester United, í leik liðanna í ensku deildinni á Anfield, heimavelli Liverpool, í október. Eftir leikinn kærði Evra Suárez fyrir að hafa beitt sig kynþáttaníði. Suárez neitaði ásökununum og bæði félögin studdu sína leikmenn í hvívetna. Knattspyrnusambandið skipaði nefnd sem gerði rannsókn á atvikinu og voru niðurstöður hennar, sem birtar voru í 115 síðna langri skýrslu, á þá leið að Suárez hefði gerst brotlegur við reglur sambandsins. Í grófum dráttum gekk vörn Suárez út á að orðið negro, sem Suárez var dæmdur fyrir að nota um Evra, gæti haft allt aðra og jákvæðari merkingu í Suður-Ameríku en í Evrópu. Þessu hafnaði rannsóknarnefndin og tók jafnframt fram að Frakkinn hefði verið áreiðanlegt vitni, öfugt við Úrúgvæjann. Stjórnendur Liverpool ákváðu að áfrýja ekki úrskurði nefndarinnar en ítrekuðu trú sína á sakleysi Suárez og héldu því fram að í raun og veru hefði ekkert saknæmt sannast á leikmanninn. Í sama streng tóku ýmsir sem rýndu í skýrsluna og sögðu hana einungis réttlætingu á fyrirframgefinni niðurstöðu. Aðrir fögnuðu banninu á Suárez og sögðu það lið í þeirri viðleitni að losa knattspyrnuna við allt sem flokkast getur undir kynþáttaníð fyrir fullt og allt. Umtal í kringum LiverpoolTom Adeyemi.Mynd/AFPSjálft bannið á Suárez er þó einungis hluti af titringnum sem einkennt hefur atburðarásina. Skömmu áður en dómurinn á hendur Suárez féll hituðu leikmenn Liverpool upp fyrir deildarleik gegn Wigan í stuttermabolum með mynd af leikmanninum á, til að sýna honum stuðning. Meðal þeirra sem klæddust téðum stuttermabolum var Glen Johnson, þeldökkur varnarmaður liðsins, og hlaut hann bágt fyrir hjá mörgum vegna þessa. Sjálfur sagðist Johnson hafa sínar ástæður fyrir því að styðja Suárez, en þetta uppátæki leikmannanna mæltist víða illa fyrir og ekki síst hjá bresku pressunni. Ekki skánaði svo umtalið í kringum Liverpool eftir bikarleik gegn Oldham í byrjun janúar. Þá brast Tom Adeyemi, hinn tvítugi miðjumaður Oldham, í grát eftir að svo virtist sem einn áhorfandi eða fleiri í Liverpool-stúkunni hefðu verið með kynþáttafordóma gagnvart leikmanninum. Einn var handtekinn vegna málsins, en það mun enn vera í rannsókn. Allt á suðupunktiÞegar rígurinn milli stuðningsfólks félaganna tveggja er tekinn með í reikninginn verður því að teljast ansi líklegt að allt verði á suðupunkti í leiknum í dag. Þá bætist við sú staðreynd að stuðningsmenn síðarnefnda liðsins verða rúmlega helmingi fleiri á Anfield en vanalegt er vegna reglna ensku bikarkeppninnar, sem eykur líkurnar á vandræðum talsvert. Luis Suárez er enn í leikbanni en Patrice Evra mun vera leikfær og líklegur til að vera í byrjunarliðinu. Forsvarsmenn Liverpool og Manchester United hafa fundað sín á milli og biðlað til aðdáenda sinna að sýna stillingu. Knattspyrnunnar vegna hljóta vonir allra að standa til þess að þeim verði að ósk sinni.
Tengdar fréttir Allra augu beinast að þessum leik Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag. 28. janúar 2012 10:00 Fæstir að hugsa um fótboltann Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool. 28. janúar 2012 10:30 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Allra augu beinast að þessum leik Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag. 28. janúar 2012 10:00
Fæstir að hugsa um fótboltann Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool. 28. janúar 2012 10:30