Leikurinn sem allir óttast Kjartan Guðmundsson skrifar 28. janúar 2012 09:00 Luis Suárez og Patrice Evra í leiknum afdrifaríka í október. Í kjölfarið var sá fyrrnefndi dæmdur í átta leikja bann. Mynd/AFP Við vinnum náið með báðum félögum, lögreglunni í Manchester og stuðningsmannasamtökunum í aðdraganda leiksins, meðan á honum stendur og að honum loknum. Ef athygli okkar verður vakin á óviðeigandi ummælum eða hegðun meðal áhorfenda verður tekið á því af festu," segir í yfirlýsingu sem lögreglan á Merseyside-svæðinu, varnarþingi Liverpool, sendi frá sér í vikunni vegna viðureignar Liverpool og erkifjendanna í Manchester United í ensku bikarkeppninni sem fram fer í dag. Leikir þessara tveggja sigursælustu liða í sögu enskrar knattspyrnu hafa áratugum saman verið þrungnir spennu. Utanaðkomandi aðstæður valda því þó að margir hræðast óvenju mikið að upp úr sjóði milli aðdáenda liðanna tveggja í dag með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Yfirlýsing Merseyside-lögreglunnar ber þessum titringi berlega vitni. Suárez dæmdur í bannForsagan er sú að 20. desember síðastliðinn var Luis Suárez, framherji Liverpool frá Úrúgvæ, dæmdur í átta leikja bann og 40.000 punda sekt af enska knattspyrnusambandinu fyrir að viðhafa móðgandi orðbragð í garð Patrice Evra, hins franska varnarmanns Manchester United, í leik liðanna í ensku deildinni á Anfield, heimavelli Liverpool, í október. Eftir leikinn kærði Evra Suárez fyrir að hafa beitt sig kynþáttaníði. Suárez neitaði ásökununum og bæði félögin studdu sína leikmenn í hvívetna. Knattspyrnusambandið skipaði nefnd sem gerði rannsókn á atvikinu og voru niðurstöður hennar, sem birtar voru í 115 síðna langri skýrslu, á þá leið að Suárez hefði gerst brotlegur við reglur sambandsins. Í grófum dráttum gekk vörn Suárez út á að orðið negro, sem Suárez var dæmdur fyrir að nota um Evra, gæti haft allt aðra og jákvæðari merkingu í Suður-Ameríku en í Evrópu. Þessu hafnaði rannsóknarnefndin og tók jafnframt fram að Frakkinn hefði verið áreiðanlegt vitni, öfugt við Úrúgvæjann. Stjórnendur Liverpool ákváðu að áfrýja ekki úrskurði nefndarinnar en ítrekuðu trú sína á sakleysi Suárez og héldu því fram að í raun og veru hefði ekkert saknæmt sannast á leikmanninn. Í sama streng tóku ýmsir sem rýndu í skýrsluna og sögðu hana einungis réttlætingu á fyrirframgefinni niðurstöðu. Aðrir fögnuðu banninu á Suárez og sögðu það lið í þeirri viðleitni að losa knattspyrnuna við allt sem flokkast getur undir kynþáttaníð fyrir fullt og allt. Umtal í kringum LiverpoolTom Adeyemi.Mynd/AFPSjálft bannið á Suárez er þó einungis hluti af titringnum sem einkennt hefur atburðarásina. Skömmu áður en dómurinn á hendur Suárez féll hituðu leikmenn Liverpool upp fyrir deildarleik gegn Wigan í stuttermabolum með mynd af leikmanninum á, til að sýna honum stuðning. Meðal þeirra sem klæddust téðum stuttermabolum var Glen Johnson, þeldökkur varnarmaður liðsins, og hlaut hann bágt fyrir hjá mörgum vegna þessa. Sjálfur sagðist Johnson hafa sínar ástæður fyrir því að styðja Suárez, en þetta uppátæki leikmannanna mæltist víða illa fyrir og ekki síst hjá bresku pressunni. Ekki skánaði svo umtalið í kringum Liverpool eftir bikarleik gegn Oldham í byrjun janúar. Þá brast Tom Adeyemi, hinn tvítugi miðjumaður Oldham, í grát eftir að svo virtist sem einn áhorfandi eða fleiri í Liverpool-stúkunni hefðu verið með kynþáttafordóma gagnvart leikmanninum. Einn var handtekinn vegna málsins, en það mun enn vera í rannsókn. Allt á suðupunktiÞegar rígurinn milli stuðningsfólks félaganna tveggja er tekinn með í reikninginn verður því að teljast ansi líklegt að allt verði á suðupunkti í leiknum í dag. Þá bætist við sú staðreynd að stuðningsmenn síðarnefnda liðsins verða rúmlega helmingi fleiri á Anfield en vanalegt er vegna reglna ensku bikarkeppninnar, sem eykur líkurnar á vandræðum talsvert. Luis Suárez er enn í leikbanni en Patrice Evra mun vera leikfær og líklegur til að vera í byrjunarliðinu. Forsvarsmenn Liverpool og Manchester United hafa fundað sín á milli og biðlað til aðdáenda sinna að sýna stillingu. Knattspyrnunnar vegna hljóta vonir allra að standa til þess að þeim verði að ósk sinni. Tengdar fréttir Allra augu beinast að þessum leik Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag. 28. janúar 2012 10:00 Fæstir að hugsa um fótboltann Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool. 28. janúar 2012 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Sjá meira
Við vinnum náið með báðum félögum, lögreglunni í Manchester og stuðningsmannasamtökunum í aðdraganda leiksins, meðan á honum stendur og að honum loknum. Ef athygli okkar verður vakin á óviðeigandi ummælum eða hegðun meðal áhorfenda verður tekið á því af festu," segir í yfirlýsingu sem lögreglan á Merseyside-svæðinu, varnarþingi Liverpool, sendi frá sér í vikunni vegna viðureignar Liverpool og erkifjendanna í Manchester United í ensku bikarkeppninni sem fram fer í dag. Leikir þessara tveggja sigursælustu liða í sögu enskrar knattspyrnu hafa áratugum saman verið þrungnir spennu. Utanaðkomandi aðstæður valda því þó að margir hræðast óvenju mikið að upp úr sjóði milli aðdáenda liðanna tveggja í dag með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Yfirlýsing Merseyside-lögreglunnar ber þessum titringi berlega vitni. Suárez dæmdur í bannForsagan er sú að 20. desember síðastliðinn var Luis Suárez, framherji Liverpool frá Úrúgvæ, dæmdur í átta leikja bann og 40.000 punda sekt af enska knattspyrnusambandinu fyrir að viðhafa móðgandi orðbragð í garð Patrice Evra, hins franska varnarmanns Manchester United, í leik liðanna í ensku deildinni á Anfield, heimavelli Liverpool, í október. Eftir leikinn kærði Evra Suárez fyrir að hafa beitt sig kynþáttaníði. Suárez neitaði ásökununum og bæði félögin studdu sína leikmenn í hvívetna. Knattspyrnusambandið skipaði nefnd sem gerði rannsókn á atvikinu og voru niðurstöður hennar, sem birtar voru í 115 síðna langri skýrslu, á þá leið að Suárez hefði gerst brotlegur við reglur sambandsins. Í grófum dráttum gekk vörn Suárez út á að orðið negro, sem Suárez var dæmdur fyrir að nota um Evra, gæti haft allt aðra og jákvæðari merkingu í Suður-Ameríku en í Evrópu. Þessu hafnaði rannsóknarnefndin og tók jafnframt fram að Frakkinn hefði verið áreiðanlegt vitni, öfugt við Úrúgvæjann. Stjórnendur Liverpool ákváðu að áfrýja ekki úrskurði nefndarinnar en ítrekuðu trú sína á sakleysi Suárez og héldu því fram að í raun og veru hefði ekkert saknæmt sannast á leikmanninn. Í sama streng tóku ýmsir sem rýndu í skýrsluna og sögðu hana einungis réttlætingu á fyrirframgefinni niðurstöðu. Aðrir fögnuðu banninu á Suárez og sögðu það lið í þeirri viðleitni að losa knattspyrnuna við allt sem flokkast getur undir kynþáttaníð fyrir fullt og allt. Umtal í kringum LiverpoolTom Adeyemi.Mynd/AFPSjálft bannið á Suárez er þó einungis hluti af titringnum sem einkennt hefur atburðarásina. Skömmu áður en dómurinn á hendur Suárez féll hituðu leikmenn Liverpool upp fyrir deildarleik gegn Wigan í stuttermabolum með mynd af leikmanninum á, til að sýna honum stuðning. Meðal þeirra sem klæddust téðum stuttermabolum var Glen Johnson, þeldökkur varnarmaður liðsins, og hlaut hann bágt fyrir hjá mörgum vegna þessa. Sjálfur sagðist Johnson hafa sínar ástæður fyrir því að styðja Suárez, en þetta uppátæki leikmannanna mæltist víða illa fyrir og ekki síst hjá bresku pressunni. Ekki skánaði svo umtalið í kringum Liverpool eftir bikarleik gegn Oldham í byrjun janúar. Þá brast Tom Adeyemi, hinn tvítugi miðjumaður Oldham, í grát eftir að svo virtist sem einn áhorfandi eða fleiri í Liverpool-stúkunni hefðu verið með kynþáttafordóma gagnvart leikmanninum. Einn var handtekinn vegna málsins, en það mun enn vera í rannsókn. Allt á suðupunktiÞegar rígurinn milli stuðningsfólks félaganna tveggja er tekinn með í reikninginn verður því að teljast ansi líklegt að allt verði á suðupunkti í leiknum í dag. Þá bætist við sú staðreynd að stuðningsmenn síðarnefnda liðsins verða rúmlega helmingi fleiri á Anfield en vanalegt er vegna reglna ensku bikarkeppninnar, sem eykur líkurnar á vandræðum talsvert. Luis Suárez er enn í leikbanni en Patrice Evra mun vera leikfær og líklegur til að vera í byrjunarliðinu. Forsvarsmenn Liverpool og Manchester United hafa fundað sín á milli og biðlað til aðdáenda sinna að sýna stillingu. Knattspyrnunnar vegna hljóta vonir allra að standa til þess að þeim verði að ósk sinni.
Tengdar fréttir Allra augu beinast að þessum leik Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag. 28. janúar 2012 10:00 Fæstir að hugsa um fótboltann Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool. 28. janúar 2012 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Sjá meira
Allra augu beinast að þessum leik Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag. 28. janúar 2012 10:00
Fæstir að hugsa um fótboltann Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool. 28. janúar 2012 10:30