Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2012 20:12 Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var í Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-MAX sem framtíðarþotu félagsins. Airbus-verksmiðjurnar kepptu einnig um pakkann en Icelandair-menn mátu Boeing hagstæðari kost. Áætlað er félagið fái fyrstu vélina afhenta í byrjun árs 2018 og þær verða orðnar tólf árið 2020. Þær verða af tveimur stærðum; átta þotur MAX-8 sem taka 153 farþega hver og fjórar MAX-9 sem taka 173 farþega hver, og auk þess á Icelandair kauprétt að tólf þotum til viðbótar. Þær verða knúnar nýjum sparneytnari hreyflum, sem leiða til þess að eldsneytisnotkun verður 20 prósentum minni á hvert sæti miðað við núverandi Boeing 757-vélar Icelandair. Nýju vélarnar hafa hins vegar minna flugdrægi, drífa til dæmis hvorki til Orlando né Seattle frá Íslandi, og því verða gömlu 757-vélarnar áfram í notkun, samhliða 737-vélunum. Miðað við listaverð Boeing kostar hver þota yfir tólf milljarða króna og allar tólf þoturnar því um 150 milljarða. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð er trúnaðarmál. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Björgólfur félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við þessa fjárfestingu.Í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2 má einnig sjá tölvugert myndband af nýju þotunum í litum Icelandair. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var í Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-MAX sem framtíðarþotu félagsins. Airbus-verksmiðjurnar kepptu einnig um pakkann en Icelandair-menn mátu Boeing hagstæðari kost. Áætlað er félagið fái fyrstu vélina afhenta í byrjun árs 2018 og þær verða orðnar tólf árið 2020. Þær verða af tveimur stærðum; átta þotur MAX-8 sem taka 153 farþega hver og fjórar MAX-9 sem taka 173 farþega hver, og auk þess á Icelandair kauprétt að tólf þotum til viðbótar. Þær verða knúnar nýjum sparneytnari hreyflum, sem leiða til þess að eldsneytisnotkun verður 20 prósentum minni á hvert sæti miðað við núverandi Boeing 757-vélar Icelandair. Nýju vélarnar hafa hins vegar minna flugdrægi, drífa til dæmis hvorki til Orlando né Seattle frá Íslandi, og því verða gömlu 757-vélarnar áfram í notkun, samhliða 737-vélunum. Miðað við listaverð Boeing kostar hver þota yfir tólf milljarða króna og allar tólf þoturnar því um 150 milljarða. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð er trúnaðarmál. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Björgólfur félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við þessa fjárfestingu.Í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2 má einnig sjá tölvugert myndband af nýju þotunum í litum Icelandair.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira