Enski boltinn

Man. City sýndi klærnar

Aguero fagnar í kvöld.
Aguero fagnar í kvöld.
Man. City sýndi gamalkunnuga takta í kvöld er liðið valtaði yfir WBA, 4-0, og ætlar greinilega að veita nágrönnum sínum í Man. Utd keppni allt til loks tímabilsins.

Carlos Tevez var kominn í lið City í stað Ítalans Mario Balotelli og það virtist fara vel í leikmenn City að vera lausir við Ítalann.

Aguero opnaði veisluna með laglegu marki og bætti öðru marki við snemma í síðari hálfleik.

Tevez skoraði með smekklegu skoti úr teignum og slíkt hið sama gerði Silva er hann vippaði boltanum laglega yfir markvörð WBA og í netið.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×