Enski boltinn

Arsenal lék sér að Úlfunum

Van Persie skorar fyrsta mark leiksins í kvöld.
Van Persie skorar fyrsta mark leiksins í kvöld.
Leikmenn Arsenal lentu ekki í neinum vandræðum með Wolves í kvöld og vann öruggan 3-0 sigur.

Arsenal komst yfir snemma með marki úr víti og um leið missti Wolves Bassong af velli. Þetta tvennt var of stór biti fyrir Wolves.

Annað markið kom strax á eftir og síðustu 80 mínútur leiksins voru nánast formsatriði.

Arsenal styrkti því stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×