Lífið

Brosmildir frumsýningargestir Hrafnhildar

Eva Ágústa og Ragnheiður brostu til ljósmyndara.
Eva Ágústa og Ragnheiður brostu til ljósmyndara. Fréttablaðið/Ernir
Sjónvarps- og kvikmyndagerðarkonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir frumsýndi heimildarmynd sína Hrafnhildi í Bíó Paradís á miðvikudagskvöldið.

Fjölmenni mætti til að berja myndina augum en hún fjallar um kynleiðréttingarferli Hrafnhildar, frá því hún var strákur og hét Halldór. Mikil ánægja var með myndina hjá bíógestum og aðstandendum en myndin verður áfram sýnd í Bíó Paradís fyrir áhugasama.

Ljósmyndari Fréttablaðsins kíkti á frumsýninguna og tók myndir af gestum. Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.