Lífið

Persónur og leikendur í kvikmynd um Assange

Kvikmynd um ævi hins ástralska Assange gæti auðveldlega hitt í mark enda úr miklum efniviði að moða.
Kvikmynd um ævi hins ástralska Assange gæti auðveldlega hitt í mark enda úr miklum efniviði að moða. Nordicphotos/getty
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið áberandi upp á síðkastið. Hverjir myndu leika hvern í kvikmynd um ævi þessa umdeilda manns?

Ali, Nixon, J. Edgar, The Queen og nú síðast The Iron Lady eru dæmi um Hollywood-myndir sem fjalla um þekkt fólk. Orðrómur hefur verið uppi um að nokkrir framleiðendur séu að undirbúa kvikmyndir um vefsíðuna Wikileaks og fólkið í kringum hana. Af nógu er af taka þegar lífshlaup forsprakkans Julians Assange er annars vegar. Hann hefur verið mikið í fréttum undanfarið, enda vill hann sig hvergi hreyfa úr sendiráði Ekvadors í London af ótta við framsal til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið kærður fyrir nauðgun. Þaðan óttast hann að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti fengið þungan fangelsisdóm.

Hverjir myndu leika hvern ef gerð yrði Hollywoodmynd um Assange? Að sjálfsögðu myndu Íslendingar koma við sögu, þar á meðal Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, Birgitta Jónsdóttir alþingismaður, sem hefur starfað sem sjálfboðaliði fyrir Wikileaks, og innanríkisráðherrann Ögmundur Jónasson sem hefur þurft að tjá sig um málefni Birgittu og Wikileaks.

Baltasar Kormákur hlýtur að vera efstur á blaði þegar kemur að leikstjórn, enda er hann þegar reyndur úr Hollywood og veit nákvæmlega hvað til þarf til að mynd sem þessi slái í gegn.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.